Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Morgunfundir um landbúnaðarmál
Fréttir 15. janúar 2024

Morgunfundir um landbúnaðarmál

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði efna til morgunfundaraðar um landbúnaðarmál.

Fundirnir eru hugsaðir sem umræðuvettvangur fyrir hvers konar málefni er snerta landbúnaðinn, að því er fram kemur í tilkynningu.

Fundirnir verða með óformlegu sniði þar sem fólki gefst tækifæri til að kynna sínar athuganir og hugmyndir og eftir að framsögu lýkur gefst tími til fyrirspurna og almennra umræðna.

„Það er töluverð eftirspurn eftir frekari umræðum um málefni landbúnaðarins í samfélaginu í dag, hvort sem er frá þeim sem starfa í greininni, stjórnmálafólki eða öðrum. Með þessu framtaki viljum við efla og auðga umræðuna og veita tækifæri til frekari upplýsinga-miðlunar“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL. Fyrsti morgunfundurinn verður haldinn 18. janúar nk. kl. 9 í húsakynnum Mjólkursamsölunnar að Bitruhálsi 1 í Reykjavík. Þá mun Erna Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, fjalla um innflutning á landbúnaðarafurðum og tollamál.

Málstofan er opin öllum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...