Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku, við undirritun samkomulagsins við starfsstöð Skógræktarinnar á Akureyri.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku, við undirritun samkomulagsins við starfsstöð Skógræktarinnar á Akureyri.
Mynd / Akureyrarbær - Ragnar Hólm
Fréttir 27. maí 2020

Molta verður nýtt í landbúnaði, skógrækt og við landgræðslu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ráðist verður í tilrauna- og átaks­verkefni um nýtingu moltu í landbúnaði, skógrækt og landgræðslu á Norðurlandi. Auk­inn kraftur verður settur í gróður­setningu Græna trefilsins ofan Akureyrar og grunnur verður lagður að Moltulundi í kringum skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.
 
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, undirrituðu samkomulag um þetta samstarfsverkefni sem er hluti af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og hefur verið flýtt vegna COVID-19 en með landgræðslu og skógrækt er stuðlað að aukinni bindingu kolefnis. 
 
Átakið er þríþætt og snýst um að nota moltu til skógræktar og landgræðslu í umhverfi Akureyrar, til landgræðslu á Hólasandi og við repjurækt í Eyjafirði. 
 
Af þessum verkefnum er skógrækt og landgræðsla í kringum Akureyri einna stærst að umfangi. Leggja á grunn að Moltulundi í kringum skíðasvæðið í Hlíðarfjalli þar sem gerð er tilraun til trjáræktar og landgræðslu á rýru svæði yfir 500 metrum.
 
Háskólanemar ráðnir í átaksvinnu
 
Einnig á að leggja grunn að 135 ha skóglendi á um 700 ha landsvæði til útivistar við Græna trefilinn sem Akureyrarbær hefur skilgreint við efri bæjarmörkin. Stefnt er að því að ráða allt að 10 háskólanema í sumar í átaksvinnu sem felst meðal annars í undirbúningi svæða, gróðursetningu, girðingavinnu og dreifingu á moltu. Gert er ráð fyrir að hægt verði að nýta um 1.800 m³ af moltu á Glerárdal í þessum hluta verkefnisins. 
 
Þá verður molta flutt á valda staði á Hólasandi og nýtt þar sem áburður á birki. Þriðja verkefnið snýst um repjuræktun í Eyjafirði og er þar um að ræða tveggja ára verkefni sem hefst í júlí næstkomandi. Molta verður notuð við repjurækt og gert ráð fyrir ræktun bæði sumar- og vetrarrepju. 
 
Umhverfis- og auðlindaráðu­neytið styður verkefnin fjárhags­lega en Vistorku er falið að framkvæma þau í samstarfi við Akureyrarbæ, Orkusetur, Moltu, Skógræktina, Landgræðsluna og Landbúnaðarháskóla Íslands.
 
Að undirritun lokinni gróðursetti ráðherra vefjaræktaða rauðblaða birkiplöntu í garðinn við Gömlu Gróðrarstöðina. Ásthildur bæjarstjóri og Brynjar Skúlason frá Skógræktinni fylgjast með. Myndir / Akureyrarbær - Ragnar Hólm
 
 
Bann við urðun lífræns úrgangs í farvatni
 
Stjórnvöld stefna að banni við urðun lífræns úrgangs, enda er hún kostnaðarsöm og veldur losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill meiri­hluti losunar vegna meðhöndlunar úrgangs kemur til vegna losunar metans og annarra gróðurhúsalofttegunda við niðurbrot lífbrjótanlegra efna. Stórbæta má nýtingu á lífrænum úrgangi, m.a. með því að vinna úr honum moltu. Molta hefur verið prófuð í landgræðslu og skógrækt en skoða þarf nánar hvernig hún reynist við mismunandi aðstæður. 
 
80% heimila á Akureyri flokka lífrænan úrgang
 
Kraftmolta er lífrænn áburður og jarðvegsbætandi efni sem verður til þegar lífrænn úrgangur rotnar. Framleiðslan á Norðurlandi fer fram hjá Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit og er Akureyrarbær meðal stærstu eigenda félagsins. Hráefni fæst einkum frá kjötvinnslum, sláturhúsum, fiskvinnslum auk lífræns úrgangs frá heimilum.  Akureyringar hafa náð góðum árangri í flokkun og endurvinnslu. Á undanförnum árum hafa um 80% heimila á Akureyri flokkað allan lífrænan úrgang.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f