Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mold ert þú hlaut viðurkenningu Hagþenkis
Menning 2. apríl 2024

Mold ert þú hlaut viðurkenningu Hagþenkis

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ólafur G. Arnalds, prófessor emeritus við Landbúnaðarháskóla Íslands, hlaut á dögunum Viðurkenningu Hagþenkis fyrir bók sína Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra.

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Viðurkenning Hagþenkis felst í sérstöku viðurkenningarskjali og verðlaunafé sem nemur 1,5 m.kr. Segir í umsögn dómnefndar að ritið sé stórvirki á sviði náttúru- og umhverfisfræði, með áherslu á sérstöðu íslensks jarðvegs. Fjallað sé ítarlega um mikilvægi moldarinnar í vistkerfum þurrlendis, með ríkulegum gögnum og myndefni.

Ólafur sagði við móttöku viðurkenningarinnar að stórkostlegt væri að hljóta hana við lok formlegrar starfsævi, það yljaði um hjartarætur. Jafnframt að „ákaflega mikilvægt er að vísindamenn setji fram staðreyndir á skiljanlegu máli – forsendurnar – og taki þátt í að móta samfélagið. Þekking náttúrufræðinga verður æ mikilvægari eftir því sem gengur á náttúruauðlindir jarðar. Tæpitunga getur verið skaðleg – og ekki síst þegar kemur að kerfishruni manna og vistkerfa á jörðinni nú á tímum,“ sagði hann.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...