Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mold ert þú
Menning 26. apríl 2023

Mold ert þú

Höfundur: Vilmundur Hansen

Moldin fæðir og klæðir íbúa heimsins. Íslenskur jarðvegur er einstakur á heimsvísu, frjór en viðkvæmur – órofa hluti af íslenskri náttúru.

Í bókinni Mold ert þú fjallar dr. Ólafur Arnalds um jarðveg frá mörgum ólíkum hliðum.

Ólafur segir að bókin byggi á reynslu og þeirri þekkingu sem hann hefur aflað sér í námi og við rannsóknir og kennslu allt frá því að hann tók þátt í viðamiklum
beitartilraunum sem starfsmaður Rannsóknastofnunar landbúnaðarins frá árinu 1976, síðan í námi í jarðvegsfræði í Bandaríkjunum og í störfum allar götur síðan.

„Þau störf hafa meðal annars miðast við að skilgreina og kortleggja jarðvegsrof á Íslandi en einnig að rannsaka eðli jarðvegsins á Íslandi sem hefur getið af sér jarðvegskort af landinu. Í bókinni er lögð áhersla á moldina sem hluta af vistkerfum og náttúru landsins. Fjallað er um vatnshringrásina og af hverju moldin gegnir lykilhlutverki við verndun vatns og miðlun þess. Kolefni í mold fær mikið rými, enda gegnir jarðvegur afar mikilvægu hlutverki fyrir hringrás gróðurhúsalofttegunda auk þess að stuðla að frjósemi vistkerfa. Meira er af kolefni í mold en gróðri og andrúmslofti samanlagt.“

Mold frá mörgum hliðum

Mold ert þú er efnismikil, stór og glæsileg bók þar sem fjallað er um jarðveg og umhverfismál frá mörgum hliðum. Bókin skiptist í þrjá meginhluta, grunnþætti jarðvegsfræðinnar, íslenska mold og umhverfið. Veitt er innsýn í eiginleika jarðvegs, jarðveg á Íslandi og varpað er ljósi á tengsl moldarinnar við náttúru landsins og stöðu vistkerfa.

Sagt er frá afgerandi áhrifum frosts á náttúru landsins og mótun landslags. Sandur og uppfok fær einnig rými, enda telst landið vera með mikilvirkustu uppsprettum ryks á jörðinni, sem mótar vistkerfi um land allt, veðurfar og jafnvel frjósemi hafsvæðanna umhverfis landið.

Fjallað er um landhnignun út frá hnattrænum sjónarmiðum sem og rætur hennar. Síðan er fjallað um áhrif landnýtingar á vistkerfi hér á landi sem annars staðar í heiminum og hruni íslenskra vistkerfa er gefinn sérstakur gaumur. Síðast en ekki síst er fjallað um nauðsyn þess að endurheimta vistkerfi, enda er þessi áratugur helgaður vistheimt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Fróðleg bók

Bókin er prýdd miklum fjölda ljós- og skýringamynda sem unnar voru af Fjólu Jónsdóttur og sem auka enn á innsýn lesenda á efninu.

Mold ert þú er fróðleg bók fyrir alla sem áhuga hafa á náttúrufræði auk þess sem hún ætti að nýtast við kennslu í náttúru- og umhverfisfræðum auk jarðvegsfræði.

Skylt efni: bókaútgáfa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f