Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Úr Eyjafirði.
Úr Eyjafirði.
Mynd / BBL
Fréttir 5. maí 2017

Möguleikar verði kannaðir á smávirkjunum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Atvinnuþróunarfélag Eyja­fjarðar hefur sent erindi til allra sveitarstjóra í Eyjafirði, með ósk um að félagið fái heimild sveitarfélaganna til að kanna möguleika á smávirkjunum í firðinum. 
 
Betra sé að félagið sjái um utanumhald verkefnisins og leiti tilboða í virkjanir. Það verði svo undir hverju og einu sveitarfélagi komið að samþykkja slík tilboð.
 
Sveitarstjórnir á svæðinu hafa fjallað um erindið og lýst yfir ánægju með það, auk þess að veita AFE umboðið, m.a. Fjallabyggð, Akureyrarbæ, Grýtubakkahreppi og Eyjafjarðarsveit. Í erindi Atvinnuþróunarfélagsins kemur fram að með þessu fyrirkomulagi væri mögulega hægt að ná fram hagstæðari tilboðum og styrki á móti framlögum sveitarfélaganna. 
 
Stefnt er að því að tilboðin liggi fyrir áður en fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga hefst fyrir árið 2018. 
Horft verði til úttektar sem Dalvíkurbyggð lét gera árið 2015 á smávirkjunarkostum í sveitarfélaginu. Er nú verið að skoða nokkra af þeim virkjunarkostum sem fram komu í skýrslunni. 
 
Á síðustu árum hafa nánast öll sveitarfélög í Eyjafirði þrýst á um að flutningskerfi raforku inn á svæðið verði eflt. Dæmi eru um að stór framleiðslufyrirtæki á Akureyri hafi þurft að nota olíu þegar rafmagn er af skornum skammti vegna þess að flutningskerfið ræður ekki við meira.
 
Smávirkjanir munu ekki leysa orkuvanda Eyfirðinga en þær eru góð viðbót og þykja sérstaklega hagkvæmar í mörgum tilfellum þar sem framleiðslan er nálægt notandanum. Mjög lítil raforkuframleiðsla er á svæðinu og myndi tilkoma smávirkjana styrkja raforkukerfið á svæðinu. 

Skylt efni: smávirkjanir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...