Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mögulegur heyútflutningur í skoðun
Mynd / BBL
Fréttir 13. júlí 2018

Mögulegur heyútflutningur í skoðun

Höfundur: Bjarni Rúnars

Mikil þurrkar hafa gert bændum í Noregi og víðar lífið leitt seinustu mánuði. Nú er svo komið að bændur hafa jafnvel neyðst til þess að slátra gripum sökum þurrka.  Unnið er að því þessa dagana að kanna möguleika á að mæta eftirspurn norskra bænda eftir heyi og útfæra með hvaða hætti staðið yrði að slíkum útflutningi. Vegna góðrar tíðar árið 2017 sitja margir bændur á miklum fyrningum sem gætu reynst verðmætir í slíkum viðskiptum.

Verklag í smíðum

Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir að verklag varðandi heysölu sé í smíðum á milli  Matvælastofnunar og Norsku Matvælastofnunarinnar. Heyin sem óskað er eftir þurfi að vera af öllum toga og ekki sé útséð um hversu mikið magn verði flutt út, ef til þess kemur yfir höfuð. Þá séu viðræður um verð ekki tímabærar.  Líklegt sé að innflutningsaðili í Noregi muni sjá um framkvæmd viðskiptanna og það eigi eftir að koma í ljós hvert verðið verður fyrir heyið. Hún telur  að hár flutningskostnaður muni  halda aftur af verði á innanlandsmarkaði  þrátt fyrir útflutning og segist treysta bændasamfélaginu til að mæta innanlandsþörf með sanngjörnum hætti. Á þessum tímapunkti telur hún ekki ráðleggt að íslenskir bændur fari út í fjárfestingar í ræktun til að anna þessari eftirspurn, óvissan sé en umtalsverð.

 

Skylt efni: heyskapur | útflutningur | Þurrkar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...