Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mögulega slakað á skilyrðum um innflutning á heyi til Noregs
Mynd / ÁÞ
Fréttir 8. ágúst 2018

Mögulega slakað á skilyrðum um innflutning á heyi til Noregs

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Töluverð umræða hefur verið um það meðal bænda og í fréttum að Matvælastofnun (Mast) geri strangari kröfur til útflutnings á heyi en Norðmenn gera til innflutnings. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun setur stofnunin engar reglur um útflutning á heyi og engin skilyrði til slíks útflutnings.

Hjalti Andrason, fræðslustjóri Mast, segir að öll skilyrði séu sett af innflutningslandi eins og er almennt með heilbrigðisvottorð, í þessu tilviki af norskum stjórnvöldum.

„Norsk stjórnvöld krefjast heilbrigðisvottorðs sem gefið er út af Matvælastofnun og stjórna þau innihaldi vottorðsins,“ segir Hjalti.

Í vottorðinu þarf að staðfesta eftirfarandi að kröfu Norðmanna: „The hay/straw product(s) described above has(ve) been harvested from a region where there are no restrictions due to contagious animal disease.“ Á íslensku útleggst það sem: „Heyið sem lýst er að ofan er slegið á svæði þar sem eru engar kvaðir vegna smitandi dýrasjúkdóma“.

Af þessari ástæðu getur Matvælastofnun ekki skrifað undir heilbrigðisvottorð fyrir hey úr varnarhólfum þar sem riða hefur greinst á síðustu 20 árum. Á þeim svæðum ríkja höft vegna smitsjúkdóma í dýrum.

„Það er rétt að taka fram að þessar kröfur lágu ekki fyrir fyrr en í lok júlí. Það verður þar af leiðandi ekki séð að tafir á útflutningi séu af völdum Matvælastofnunar en útgáfa heilbrigðisvottorða samkvæmt skilyrðum Norðmanna hófst í byrjun ágúst,“ segir Hjalti.

Unnið að breytingum

Bændablaðið hefur heimildir fyrir því að þrýstingur sé á norsku matvælastofnunina, Mattilsynet, að breyta orðalagi í heilbrigðisvottorði á þá vegu að í stað þess að banna innflutning frá ákveðnum svæðum á Íslandi verði einstaka bæir skilgreindir sérstaklega þar sem bannað er að kaupa hey. Þá gildi reglan um að minnst 10 ár séu frá því að riða eða garnaveiki greindist á bænum.

Hjalti Andrason staðfestir, í samtali við Bændablaðið, að Norðmenn séu nú að endurskoða þetta ákvæði á vottorðinu að beiðni Matvælastofnunar en á meðan krafan stendur óbreytt af þeirra hálfu þá getur Matvælastofnun ekki gefið út heilbrigðisvottorð fyrir útflutningi á heyi frá sýktum varnarhólfum til Noregs.  

Skylt efni: heyskapur | heysala | Noregur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f