Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í umfjölluninni kemur fram að Trump hafi veikt reglugerðarumhverfið sem snýr að velferð búfjár í fyrri stjórnartíð sinni.
Í umfjölluninni kemur fram að Trump hafi veikt reglugerðarumhverfið sem snýr að velferð búfjár í fyrri stjórnartíð sinni.
Mynd / Sandy Millar
Utan úr heimi 3. desember 2024

Möguleg neikvæð áhrif á dýr með nýjum stjórnvöldum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Donald J. Trump, nýkjörinn forseti Bændaríkjanna, hefur heitið miklum breytingum á vissum þáttum stjórnkerfisins sem gætu haft djúpstæð áhrif á dýralíf Bandaríkjanna.

Í New York Times var nýlega fjallað um möguleg neikvæð áhrif á dýralíf í Bandaríkjunum með nýjum stjórnvöldum. Alríkisstjórnin geti haft mikið um afkomu dýrategunda að segja, hvort sem um villt dýr eða búfé sé að ræða.

Yfirlýsingar Trumps um breytingar á reglugerðum gefi tilefni til að hafa áhyggjur af framtíð dýralífs þar í landi, þar sem látið sé í það skína að hagsmunir fyrirtækja og iðnaðarins verði teknir fram fyrir velferð dýra.

Slakað á kröfum um aðbúnað dýra

Í New York Times segir að í fyrri stjórnartíð Trumps hafi reglur verið einfaldaðar um dýr í útrýmingarhættu, þannig að auðveldara hafi verið að taka dýrategundir út af listanum. Þá herti hann kröfurnar fyrir vernd dýrategunda sem stafar ógn af loftslagsáhrifum. Biden snéri þessum breytingum við í sinni stjórnartíð, en nú eru horfur á því að Trump breyti þeim á ný til fyrra horfs.

Í umfjölluninni kemur fram að Trump hafi veikt reglugerðarumhverfið sem snýr að velferð búfjár í fyrri stjórnartíð sinni og líkur séu á að hann muni stefna í breytingar í þá veru á ný. Búast megi við að slakað verði á almennum kröfum um aðbúnað dýra og eftirlit í sláturhúsum til að hraða megi á framleiðsluferlinu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...