Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hermann Erlingsson, aðstoðarsölustjóri Mjólkursamsölunnar.
Hermann Erlingsson, aðstoðarsölustjóri Mjólkursamsölunnar.
Mynd / MS
Fréttir 1. júní 2022

Mjólkursamsalan skiptir yfir í rafmagnsbíla

Höfundur: Ritstjórn

Mjólkursamsalan hefur skipt út bílaflota sölufólks síns fyrir fjóra rafmagnsbíla og fimm tengiltvinnbíla.

Mjólkursamsalan tilkynnti um þetta í dag 1. júní, á alþjóðlegum degi mjólkur. „Sölufólk okkar er mikið á ferðinni og því er ánægjulegt að geta fært okkur yfir í grænni akstur,“ er haft eftir Hermanni Erlingssyni, aðstoðarsölustjóra hjá Mjólkursamsölunni.

 „Sölufólk okkar ferðast víðsvegar um landið allt árið um kring og þar sem víða skortir enn innviði notum við tengiltvinnbílana í lengri ferðir. Með vonandi bættum innviðum á næstu misserum getum við svo skipt alfarið yfir í rafmagnsbíla. Sölufólk Mjólkursamsölunnar keyrir um 180 þúsund kílómetra á ári svo það munar um minna þegar kemur að kolefnislosun,“ bætir Hermann við.

Þriðja stærsta flutningsfyrirtæki landsins

Framkvæmdir hafa verið í gangi við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík þar sem nú er búið að koma upp átta hleðslustöðvum. Þá er einnig tengiltvinnbíll notaður frá starfsstöðinni á Akureyri.

Mjólkursamsalan hefur einnig verið að leita leiða til orkuskipta fyrir stærri bifreiðir fyrirtækisins en MS er þriðja stærsta flutningsfyrirtæki landsins. Í haust var í því tilliti tekinn í notkun flutningabíll sem gengur á metani og er nýttur til útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu.

Skylt efni: Mjólkursamsalan | rafbílar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...