Mjólkursamsalan mun nota upprunamerkið á vörur sínar
Fréttir 24. nóvember 2025

Mjólkursamsalan mun nota upprunamerkið á vörur sínar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Mjólkin frá Mjólkursamsölunni verður sjötta vörumerkið sem fær upprunamerkið Íslenskt staðfest á sínar umbúðir.

Til að byrja með verður mjólkin eingöngu merkt, eða frá næstu áramótum, en fleiri vörur munu svo í framhaldinu fá upprunamerkið.

Auðveldara að taka upp merkið

Íslenskt staðfest er vottað upprunamerki fyrir matvörur og blóm í eigu Bændasamtaka Íslands sem tekið var í notkun í mars árið 2022. Neytendur eiga að geta treyst því að merkið sé eingöngu notað á vörur sem eru framleiddar og pakkað á Íslandi. Framleiðendur ábyrgjast að hráefni sé raunverulega íslenskt, en það er Vottunarstofan Sýni sem sér um úttektir hjá þeim fyrirtækjum sem kjósa að nota merkið.

Herdís Magna Gunnarsdóttir Mynd / Aðsend

Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður BÍ, formaður stjórnar Íslenskt staðfest, segir að undanfarið eina og hálfa árið hafi verið nýtt til að kanna hvernig megi gera merkið aðgengilegra fyrir mögulega notendur. Við höfum átt mjög góð samtöl við framleiðendur og fengið gagnlegar ábendingar sem við höfum tekið tillit til og gert breytingar án þess að þær hafi nokkur áhrif á trúverðugleika merkisins. Skilmálar eru nú skýrari og öryggi trúnaðarupplýsinga tryggt enn betur þannig að auðveldara er fyrir notendur að taka upp merkið.“

Merki sem neytendur þekki og treysti

Innan vébanda Íslenskt staðfest eru nú Ártangi, Sólskins, Grænegg, Lambhagi og Holta. „Kostnaður við merkið hefur verið gagnrýndur og höfum við sýnt því skilning,“ segir Herdís. „Rekstur Íslenskt staðfest er ekki hagnaðardrifinn en óhjákvæmilega þarf að tryggja grunnkostnað vegna kynninga á merkinu og úttekta sem eru í höndum þriðja aðila.

Þetta er grunnurinn að því að neytendur viti fyrir hvað merkið stendur, þannig að það standi upp úr hafsjó merkingaóreiðunnar, og að Íslenskt staðfest sé merki sem neytendur þekki og treysti.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...