Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Alls fór 92,5% af því greiðslumarki sem keypt var á síðasta markaði til Norðurlands vestra.
Alls fór 92,5% af því greiðslumarki sem keypt var á síðasta markaði til Norðurlands vestra.
Mynd / Eiliv Aceron
Fréttir 16. nóvember 2023

Mjólkurkvóti til Skagafjarðar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Við niðurstöðu síðasta markaðar með greiðslumark mjólkur var töluverður mjólkurkvóti keyptur til Skagafjarðar frá öðrum landshlutum. Af þeim 1.048.500 lítrum sem viðskiptin náðu til fóru 710.000 lítrar til búa sem staðsett eru í sveitarfélaginu Skagafirði, að því er fram kemur í tölum frá matvælaráðuneytinu.

Er það um 68% af því magni sem skipti um eigendur milli áranna 2023 og 2024. Þá fóru 260.000 lítrar til Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar sem þýðir að 92,5% af greiðslumarkinu fór til Norðurlands vestra. Alls fóru 30.000 lítrar til Vesturlands og 48.500 lítrar til Suður- og Suðausturlands.

Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra voru níu talsins á síðasta markaði og seldu þeir 70,4% af sínu framboðna magni. Kaupendur þeirra 1.048.500 lítra voru 31 talsins. Jafnvægisverðið var 300 kr./ltr. og er andvirði viðskiptanna því 314.550.000 kr.

Að hámarki getur bú sóst eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði og voru 14 kaupendur að hámarkslítrafjölda, allir á Norðvesturlandi.

Alls var 43,5% sölunnar frá búum í Eyjafirði, eða tæpir 456.000 lítrar. Býli á Suður- og Suðausturlandi seldu rúma 330 þúsund lítra.

Þrjú býli eiga yfir milljón lítra

Í ársbyrjun 2024 munu 506 bú eiga greiðslumark, þar af 26 með yfir 600.000 lítra. Þrjú bú eiga yfir milljón lítra. Býlum með greiðslumark hefur fækkað ár frá ári, árið 2000 voru þau 1.023 en árið 2017 597 talsins.

Greiðslumarkið skiptist þannig milli landshluta í ársbyrjun 2024 að 38,4% verður á Suður- og Suðausturlandi, 28,8% á Norðaustur- og Austurlandi, 18,6% á Norðurlandi vestra og 14,2% á Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðvesturlandi.

Þegar skoðað er umfang greiðslumarks eftir sveitarfélögum sést að býli í Rangárþingi eystra halda um rúm tíu prósent af kvótanum. Eyjafjarðarsveit er með ríflega níu prósent en Skagafjörður tæp níu prósent.

Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til mjólkurframleiðenda. Fyrir hvert ár er gefið út heildargreiðslumark, mjólkurkvóti, sem byggist á söluspám þess árs.

Árið 2024 verður heildargreiðslumarkið 151,5 milljón lítrar. Framleiðendur hafa yfir að ráða ákveðið magn greiðslumarks og geta selt mjólk á innanlandsmarkaði samkvæmt því. Bændur geta svo keypt og selt greiðslumark á miðlægum kvótamarkaði þrisvar sinnum á ári.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f