Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Mjólkurflutningur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins
Gamalt og gott 22. janúar 2025

Mjólkurflutningur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Mjólkurflutningar hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi um miðja 20. öld. Ökumenn flutningabílanna lentu oft í honum kröppum þegar snjóþyngsli voru mikil um landið. Í Nýja dagblaðinu í febrúarmánuði árið 1938 segir „Yfir Hellisheiði hefir verið með öllu ófært í nokkra daga á venjulegum bifreiðum, en nokkrum mjólkurflutningum að austan hefir þó verið haldið uppi með snjóbíl og dráttarvél útbúinni með beltum á hjólum. Starfar hún á vegum Flóabúsins. En svo miklum örðugleikum eru þessar ferðir bundnar, að búast má við, að þeim verði hætt hvað úr hverju.“ Árið 1973 hófust mjólkurflutningar á tankbílum, en fram að því hafði allur flutningur á mjólk verið í mjólkurbrúsum. Varð þessi nýjung til þess að gæði mjólkurinnar héldust lengur, en á þessum tíma voru afurðastöðvar sautján talsins og kúabú vel yfir tvö þúsund. Árið 2005 sameinaðist Mjólkurbú Flóamanna Mjólkursamsölunni í Reykjavík undir nafninu MS.

Skylt efni: gamla myndin

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...