Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Misskilningur um áhrif þriðja orkupakkans
Mynd / BBL
Fréttir 15. nóvember 2018

Misskilningur um áhrif þriðja orkupakkans

Haft er eftir formanni Sambands garðyrkjubænda á forsíðu Bændablaðsins í dag, fimmtudaginn 1. nóvember, að innleiðing á þriðja orkupakka Evrópusambandsins myndi „án nokkurs vafa leiða til lagningar sæstrengs og hækkunar á raforkuverði“. Í kjölfarið sé „borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú“.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árétta að þriðji orkupakkinn leggur engar skyldur á herðar Íslandi að samþykkja hugsanlegan sæstreng. Enginn vafi leikur á því að leyfisveitingarvaldið yrði eftir sem áður hjá íslenskum stjórnvöldum. Engar millilandatengingar fara á verkefnalista ESB (PCI-lista) nema með samþykki viðkomandi stjórnvalda og reglugerðin um verkefnalistann hefur raunar ekki verið innleidd í EES-samninginn og er ekki hluti af þriðja orkupakkanum. Þá er sérstaklega kveðið á um að kerfisáætlun sambandsins sé óbindandi fyrir aðildarríkin. Af þessum ástæðum og fleirum er óhugsandi að slíkur strengur yrði lagður gegn vilja yfirvalda, enda hefur ekki verið bent á dæmi um að slíkt hafi gerst.

Því hefur verið velt upp að mögulega geri grunnreglur EES-samningsins um frjálst vöruflæði að verkum að óheimilt sé að leggja fortakslaust bann við lagningu strengs, þó að eftir sem áður yrði hann háður leyfum samkvæmt málefnalegum sjónarmiðum. Sé það raunin er sú staða uppi nú þegar, hefur verið það frá því að EES-samningurinn var samþykktur fyrir um aldarfjórðungi, og er með öllu ótengt þriðja orkupakkanum.

Loks er rétt að árétta að þriðji orkupakkinn breytir engu um heimildir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnugreinar á borð við ylrækt, sem nýtur niðurgreiðslna á verulegum hluta af flutnings- og dreifikostnaði raforku. Þess má einnig geta að iðnaðarráðherra skipaði síðastliðið vor starfshóp til að fara yfir raforkumál garðyrkjubænda.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f