Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Misræmis gætir í innflutningstölum
Mynd / Úr safni MS
Fréttir 23. júní 2022

Misræmis gætir í innflutningstölum

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Árin 2020 og 2021 voru flutt inn yfir 1.000 tonn af unnum kjötvörum, hvort ár, frá ESB inn til Íslands.

Aftur á móti nam innflutningur samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands 430,5 tonnum árið 2020 og 534 tonnum árið 2021.

Það er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Ernu Bjarnadóttur, hagfræðings Mjólkursamsölunnar.

„Tollfrjáls kvóti fyrir unnar kjötvörur í tollskrárnúmeri 1602 samkvæmt viðskiptasamningi milli Íslands og ESB nemur 400 tonnum fyrir þennan vöruflokk. Á þetta misræmi var reyndar þegar bent árið 2020 en árið 2019 sást viðlíka munur á þessum upplýsingum, eða 645 tonnum meira flutt út frá ESB en inn til Íslands af unnum kjötvörum,“ segir Erna meðal annars.

Í greininni kemur fram að á síðustu þremur árum hafa tollayfirvöld gefið út 114 bindandi álit um tollflokkun vara úr landbúnaðarköflum tollskrár, sem höfundur hefur fengið aðgang að. Vinna að greiningu þeirra beinist fyrst og fremst að mjólkurafurðum. Nýlegur dómur Landsréttar staðfestir þó að pottur sé víðar brotinn varðandi tollflokkun landbúnaðarvara.

– Sjá nánar á bls. 54. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...