Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Misjöfn afkoma æðarbænda á landinu eftir sumarið
Mynd / HKr.
Fréttir 20. september 2019

Misjöfn afkoma æðarbænda á landinu eftir sumarið

Höfundur: smh
Afkoma æðarbænda er misjöfn eftir sumarið, en náttúruöflin ráða talsverðu um hvort æðarkollan komi yfirleitt í varp.
 
Guðrún Gauksdóttir, formaður Æðarræktarfélags Íslands, segir að á sunnan- og vestanverðu landinu hafi dúntekja verið góð enda einmuna blíða í sumar og almennt hagstæð skilyrði. Æðarfugl var þó almennt seinni í varp en venjulega, sérstaklega á Norður- og Austurlandi.  „Í mörgum vörpum rættist sem betur fer úr en sums staðar kom kollan ekki í  varp. Kollan þarf að vera vel undirbúin fyrir álegu. Tilgáta er um að það tengist síðbúinni loðnugöngu, en æðarbændur hafa áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga fyrir búsvæði æðarfugla,“ segir Guðrún.
 
Kollan þarf að vera vel undirbúin fyrir álegu. 
 
Niðursveifla í útflutningi á æðardúni 
 
Að sögn Guðrúnar hefur æðardúnn alla tíð verið verðmæt útflutnings­vara en æðar­bændur séu alvanir sveiflum í fram­boði, eftirspurn og verði. „Ársmeðaltal útflutts æðardúns síðastliðna tvo áratugi er um 2,5 tonn. Lægst fór magnið árið 2007, eða í 1,4 tonn, og hvað mest árið 2000, eða 3,9 tonn. 
 
Magn útflutts æðardúns á síðustu tveimur árum hefur verið undir þessu meðaltali eftir nokkur ár vel yfir meðaltali. Þannig var útflutningur 2018 rétt undir 2 tonnum. Til samanburðar má nefna að árið 2016 nam magnið 3,4 tonnum og 2015 var það rétt um 3 tonn. Þá er meðalverð á kíló að sama skapi lægra. Engin ástæða er til að ætla annað en að verð muni hækka og eftirspurn aukast á nýjan leik,“ segir Guðrún Gauksdóttir. 
 
Óhreinsaður og hreinsaður dúnn á borði í Vigur. Mynd / HKr. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...