Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Á síðasta ári voru nýskráðar 127 nýjar dráttarvélar og 78 notaðar. Solis var vinsælasta vörumerkið.
Á síðasta ári voru nýskráðar 127 nýjar dráttarvélar og 78 notaðar. Solis var vinsælasta vörumerkið.
Mynd / Aðsend
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar á árinu 2024.

Í sama ökutækisflokki voru 610 ný bensínknúin farartæki sem má gera ráð fyrir að séu fjórhjól eða sérhæfðir vinnubílar. Þetta er smávægileg fækkun milli ára, en á árinu 2023 voru 152 nýjar dísilknúnar dráttarvélar fluttar til landsins. Í sama flokki voru 78 notaðar dísilknúnar dráttarvélar nýskráðar í fyrra, sem er fækkun um eina frá árinu 2023.

Flestar nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru af tegundinni Solis, eða 25 eintök. Þetta er indverskt vörumerki sem hefur náð góðum árangri í sölu smátraktora og verið söluhæst hér á landi frá árinu 2020. Þar á eftir kom finnska vörumerkið Valtra með fjórtán eintök nýskráð og hið alþjóðlega vörumerki Massey Ferguson með tólf traktora. Þegar kom að nýskráningu notaðra dráttarvéla var Massey Ferguson með stærstu markaðshlutdeild, eða nítján ökutæki skráð. Þar á eftir kom Fendt með sextán eintök og Case IH með níu eintök. Nánari tölfræði má sjá á meðfylgjandi töflum.

Skylt efni: dráttarvélar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f