Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, á sæti í starfshópi minni sveitarfélaga, sem vilja ekki sjá lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga því ákvörðun eigi að vera í höndum íbúa.
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, á sæti í starfshópi minni sveitarfélaga, sem vilja ekki sjá lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga því ákvörðun eigi að vera í höndum íbúa.
Mynd / MHH
Fréttir 15. mars 2021

Minni sveitarfélög vilja alls ekki lögþvingaða sameiningu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það varð ljóst á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember á síðasta ári að ekki ríkir sú samstaða sem áður var haldið fram um lögfestingu íbúalágmarks sveitarfélaga. Síðan þá hefur hópur minni sveitarfélaga unnið að mótun tillögu sem gæti komið í stað íbúalágmarks í því skyni að styrkja og efla sveitarfélög, ekki síst með sameiningum.

Jafnframt að horfa til leiða sem sveitarfélög gætu sameinast um á vettvangi sambandsins, þannig að það megi betur gegna sínu hlutverki, sem sameiginlegur málsvari sveitarfélaga.

„Við höfum sent okkar tillögu til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, en frumvarp um íbúalágmark er nú í umsagnarferli. Tillagan er framlag hópsins til að ná fram sátt um hið mikilvæga mál sem er efling sveitarfélaga, íbúum landsins til heilla. Tillagan hefur verið nokkurn tíma að mótast og tekið góðum breytingum, m.a. eftir fund starfshóps minni sveitarfélaga með stjórn sambandsins á dögunum.

Tillagan í endanlegri mynd verður nú jafnframt kynnt stjórninni, sem og öllum sveitarstjórnum. Er það von okkar að hún hljóti góðan stuðning og hægt verði að ljúka þessu máli í góðri sátt Alþingis og sveitarfélagastigsins,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps sem á sæti í hópnum.

Aðrir sem eiga þar sæti eru Jón Páll Hreinsson, sveitarstjóri í Bolungarvík, Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit og Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Að tillögunni standa um 20 sveitarfélög. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...