Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Minna grillað í vætutíðinni
Mynd / BGK
Fréttir 2. ágúst 2018

Minna grillað í vætutíðinni

Höfundur: Bjarni Rúnarsson
Votviðrið í sumar hefur reynst grilláhugafólki hin mesta þraut. Í samtali við söluaðila á grillkjöti kemur fram að veðrið hafi víða sett strik í reikninginn og salan sé misjöfn eftir landshlutum. Jafnvel hafi menn kastað inn grillsvuntunni og gert sér að góðu að sjóða bjúgu. 
 
Guðmundur Ágústsson, sölustjóri Norðlenska, segir sölu á grillkjöti vissulega vera minni en oft áður, en hamborgarasala sé aftur á móti með mesta móti, hvort sem það sé til vitnisburðar um veðrið eða ekki. Greinilegustu merki samdráttar eru vegna þess að fólk einfaldlega fer frekar af landinu þegar veðrið er ekki ákjósanlegt. Hann sé þó bjartsýnn á að tækifæri muni skapast fyrir grillveislur um allt land þegar líður á sumarið. 
 
Steinþór Skúlason, forstjóri SS, tekur í sama streng, salan sé mismikil eftir landsvæðum. Breytingin sé þó ekki mikil á milli ára. Hann sjái þó aukningu í vöruflokkum sem seljist frekar yfir vetrarmánuðina, eins og bjúgum.
 
Einar Long hjá Grillbúðinni segir að sumarið hafi farið vel af stað. Hins vegar sé heldur rólegra í júlí en fyrir ári síðan af augljósum ástæðum. 

Skylt efni: grillmatur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f