Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Minkaskinn lækka talsvert í verði
Fréttir 16. apríl 2014

Minkaskinn lækka talsvert í verði

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Verð á minkaskinnum lækkaði á síðasta uppboði Kopenhagen fur sem fór fram um síðustu helgi. Ljós minkaskinn gerðu allt frá því að standa í staði í verði og lækka um fimmtán prósent. Brún skinn lækkuð um á bilinu 18 til 23 prósent. Lækkunin er heldur meiri en búist var við að sögn Björns Halldórssonar formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda. Meðalverð íslensku skinnanna var um 6.000 krónur, sem er talsvert undir framleiðslukostnaði. Reiknað hefur verið út að framleiðslukostnaður á hvert skinn sé ríflega 7.000 krónur.
 
Þetta var þriðja uppboð sölutímabilsins og á síðasta uppboði lækkaði verð einnig. Þá var verðið um framleiðslukostnaðinn að sögn Björns. „Það er alveg ljóst að það eru nokkur lönd sem geta engan veginn lifað af með þessum verðum, án þess að fá þá verulegan stuðning frá opinberum aðilum. Framleiðslukostnaður er svipaður milli landanna og þegar meðalverð á skinnum í löndum eins og Kanada er orðið 4.000 krónur og í Grikklandi 3.500 krónur, þá gengur þessi framleiðsla auðvitað ekki til lengdar.“
 
Björn segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum minkabændum sem hafi verið í rekstri um einhverja hríð. Þeir hafi fengið góð verð fyrir skinn síðustu ár og þoli tímabundna niðursveiflu. Verðið á skinnunum sé í sjálfu sér ekki slæmt en öll aðföng hafi hækkað verulega síðustu misseri, einkum verð á fóðri. Næsta uppboð fer fram í júní./fr
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...