Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Verð á minkaskinnum hélt áfram að lækka við upphaf júníuppboðs Kopenhagen Fur.
Verð á minkaskinnum hélt áfram að lækka við upphaf júníuppboðs Kopenhagen Fur.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. júní 2014

Minkaskinn lækka enn í verði

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Skinnaverð hélt áfram að lækka við upphaf júníuppboðs Kopenhagen Fur uppboðshússins sem hófst á þjóðhátíðardaginn. Á þessu uppboði má gera ráð fyrir að um 45.000 íslensk skinn verði boðin upp, eða á milli 25 til 30 prósent af íslensku framleiðslunni að sögn Einars Einarssonar loðdýraræktarráðunauts.
„Þetta er öll flóran, allir litir og allar tegundir. Skinn hafa lækkað á síðustu uppboðum, í Toronto í Kanada og í Helsinki, um 20 til 25 prósent. Það sem búið er að selja það sem af er uppboðinu núna hefur fallið um 9 til 18 prósent.“

Það þýðir að sögn Einars að skinnaverð er komið talsvert undir framleiðslukostnað. „Ef við gefum okkur að botninum sé náð núna þá gæti meðalverð fyrir árið endað í 4.500 til 5.000 krónum á meðan að framleiðslukostnaðurinn er 7.000 krónur.“

Einar segir þó að þessi lækkun eigi ekki að vera áhyggjuefni fyrir íslenska minkabændur, ekki að svo stöddu. „Þetta er bara eins og þessi bransi er og menn standa þetta af sér. Áhyggjuefnið í mínum huga er fyrst og fremst framleiðslukostnaðurinn. Hann hefur hækkað óhemjumikið síðustu ár og við stöndum orðið bara jafnfætis eða erum með hærri kostnað en í nágrannalöndunum. Við verðum að bregðast við þessari þenslu í þjóðfélaginu sem veldur þessu ef ekki á illa að fara, bæði í okkar geira og annars staðar.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...