Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Milljónir búfjár drepast áður en þau eru send í sláturhús
Fréttir 2. desember 2014

Milljónir búfjár drepast áður en þau eru send í sláturhús

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dýraverndunarsamtök í Bretlandi áætla að hátt í 43 milljón búfjár drepist þar á ári hverju vegna elda, flóða, sjúkdóma, vanrækslu eða verði fyrir bíl.

Engar opinberar tölur eru til um dauða búfjár sem ekki fara í sláturhús þar sem bændur eru ekki skyldugir að tilkynna dauða gripa nema þeir drepist af völdum sjúkdóma.

Tölur um sláturdýr í Bretlandi segja að tæplega 990 milljónum hafi verið slátrað árið 2013. 2,6 milljónum nautgripa, 10,3 milljónum svína, 14,5 milljón sauðfé, 17,5 milljón kalkúnum og 945 milljón hænsnum.

Samkvæmt áætlun dýraverndunarsamtakanna skiptist „ótímabær“ dauði búfjár þannig milli tegunda 250 þúsund nautgripir, 750 þúsund svín, 750 þúsund kalkúnar, 2,5 milljónir sauðfjár, 38 milljónir hænsna og 600 þúsund kanínur, endur og gæsir.

Dæmi um það sem kalla má ótímabæran dauða húsdýra er þegar 700 þúsund hænur drukknuðu á býli Linconskíri í desember á síðasta ári og 2000 brunnu inn á þegar svínabú á svipuðum slóðum brann til kaldra kola.

Eins og gefur að skilja er fjárhagstjón vegna þessa gríðarlegt auk þess sem lækka mætti matarverð væri gripanna gæt betur.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...