Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hópur stjórnarmanna í sveitarstjórn tóku fyrstu skóflustungur af nýja hverfinu, f.v. Bjarney Vignisdóttir, Herbert Hauksson, Daði Geir Samúelsson, Alexandra Rós Jóhannesdóttir og Jón Bjarnason.
Hópur stjórnarmanna í sveitarstjórn tóku fyrstu skóflustungur af nýja hverfinu, f.v. Bjarney Vignisdóttir, Herbert Hauksson, Daði Geir Samúelsson, Alexandra Rós Jóhannesdóttir og Jón Bjarnason.
Mynd / Aðsend
Fréttir 7. mars 2023

Miklu færri fengu lóðir en vildu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps úthlutaði nýlega lóðum fyrir alls 25 íbúðir við Fannborgartanga, fyrsta áfanga hverfis sem kallast „Byggð á Bríkum“. Alls bárust 150 umsóknir um þær lóðir sem auglýstar voru.

Um er að ræða átta íbúðir í fjórum parhúsum, átta íbúðir í tveimur fjögurra íbúða raðhúsum, sex íbúðir í tveimur þriggja íbúða raðhúsum og þrjár lóðir fyrir einbýlishús.

„Það er afar ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga sem er á Flúðum og í raun á Uppsveitum Árnessýslu í heild sinni. Ég efast ekki um að margir eru farnir að líta lengra út fyrir þau svæði sem helst hafa notið mikillar uppbyggingar að undanförnu og uppgötva um leið hversu mikil lífsgæði felast í landsbyggðunum. Uppsveitir Árnessýslu eru þar að koma sterkar inn og hér á Flúðum finnum við það mjög greinilega. Fólk sækir hér í góða þjónustu, gott mannlíf og ekki síst veðurfarið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Innt eftir nafngift hverfisins, Byggð á Bríkum, segir Aldís: „Ástæðan er sú að það stendur á brík sem hallar niður að Litlu- Laxá. Það er staðsett mitt á milli golfvallarins og tjaldsvæðisins og sameinar þannig gæði þéttbýlisins en einnig nálægðina við náttúruna og hins góða golfvallar. Þá er líka gaman að geta þess að nöfnin á götunum í hverfinu vísa til örnefna í Kerlingarfjöllum, sem eru mörgum Hrunamönnum mjög kær, en sem dæmi má nefna að fyrsta gatan heitir Fannborgartangi. Framkvæmdir eru hafnar við göturnar og framkvæmdir lóðarhafa eiga að geta hafist um mitt sumar. Svo fer það auðvitað eftir framkvæmdahraða húsbyggjenda hvenær fyrstu íbúar flytja inn,“ segir Aldís.

Skylt efni: Flúðir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...