Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rennt fyrir fiska í fljótiinu.
Rennt fyrir fiska í fljótiinu.
Mynd / Sverrir Rúnarsson
Í deiglunni 14. ágúst 2017

Miklir veiðimöguleikar í Skjálfandafljóti

Höfundur: Gunnar Bender
Skjálfandafljót er mikið fljót og fag­urt austan Akureyrar. Helsta kenni­leiti þess er Goðafoss. Veitt er á 6–7 laxastangir í fljótinu en silunga­s­væð­in eru fjögur og staðsett nær sjónum.  
 
Veiðin hefur verið með ágætum síð­astliðin veiðitímabil og hefur ver­ið áhugavert hve hreint fljótið hefur verið síðastliðin ár. Getgátur eru uppi um að Holuhraunsgos­ið hafi haft þau áhrif að ekki fari eins mikið af óhreinsuðu jökulvatni í fljótið. Skjálfanda­fljót litast þó og gerði síðustu daga í hitabylgjunni fyrir norðan. 
Það eru áhugaverð silungasvæði á mjög hagstæðu verði í Skjálfanda­fljóti og á nokkrum stöðum er þar ágætis laxavon. 
 
Nýr samningur er um fljótið en sam­ið var við tvo aðila, annars vegar við félagsskap norðlenskra veiði­manna sem haft hafa fljótið á leigu lengst af og skipta með sér veiðidögum og hins vegar við Iceland Outfitters sem selur veiðileyfi á veidileyfi.com. 
 
Þess ber að geta að það er ágætis veiðistaðalýsing í síðasta Sportveiðiblaði um Skjálfandafljót. 
 

Skylt efni: Skjálfandafljót

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...