Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Miklir möguleikar
Skoðun 14. nóvember 2014

Miklir möguleikar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þótt ákveðin pólitísk öfl finni íslenskum landbúnaði allt til foráttu og leggi þess í stað lóð sín á vogarskálar hagsmunabaráttu stórkaupmanna, þá þurfa íslenskir bændur síður en svo að örvænta. Öll vísindaleg rök benda nefnilega til að vaxandi þörf verði fyrir framleiðslu bænda á norðlægum slóðum á næstu árum og áratugum.


Vísindamenn stofnana Samein­uðu þjóðanna virðast nú flestir vera komnir á þá skoðun að loftslagsbreytingar af mannavöldum sé staðreynd. Tala þeir nú um að þær loftslagsbreytingar sem þegar séu að eiga sér stað muni hafa áhrif á fæðuöryggi jarðarbúa. Ræktarlönd í hitabeltinu og á heittempruðum svæðum muni tapast vegna breytinga á veðurfari og að það muni ógna fæðuöryggi jarðarbúa. Þar af leiðir muni m.a. svæði á norðlægum slóðum verða æ mikilvægara fyrir matvælaframleiðslu heims­byggðarinnar.

Athyglisvert er að skoða þessi varnaðarorð í ljósi þess sem verið hefur að gerast í Evrópu og Ameríku á liðnum áratugum. Þar hefur þróunin verið sú að til að auka framleiðni í landbúnaði þá hafa menn farið þá leið að nauðbeita land og ná upp meiri uppskeru með óhóflegri áburðar- og efnanotkun.  Ekki verður þó haldið mikið lengra á þessari braut án þess að illa fari. Þá  hefur ótölulegur fjöldi frétta verið af tilraunum manna til að auka kjötframleiðslu „með sem hagkvæmustum hætti“. Þar hafa menn beitt fúkkalyfjum, sterum og erfðabreyttum jurtum til að reyna að ná hámarksafköstum. Þessu fylgja margháttaðir kvillar. Einn fylgifiskurinn er óhófleg notkun eiturefna. Það er m.a. talið hafa orsakað mikinn býflugnadauða í Evrópu og Bandaríkjunum, en býflugur eru einmitt lykillinn að ræktun nytjajurta til manneldis.


Auk þessa þá horfa Evrópumenn á þá staðreynd að sífellt meira ræktarland er tekið undir annað en landbúnað. Þannig hefur í Evrópuríkjum verið tekið land sem nemur ríflega flatarmáli  Íslands, eða yfir 100 þúsund ferkílómetrum, undir aðra starfsemi en landbúnað. Það fækkar því óðum landkostunum til matvælaframleiðslu. Smám saman má því gera ráð fyrir að framboðið minnki á erlendum útflutningsmörkuðum. Í aukinni landnýtingu eiga Íslendingar hins vegar mikla möguleika. Ekki má heldur gleyma því að íslenskur landbúnaður er laus við þau eiturefni og fúkkalyfjaóhóf sem nú veldur usla víða um lönd.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...