Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Innlent timbur er afbragðs viður, ekki síðra en það erlenda. Tímamót eru fram undan í íslenskri skógrækt því það eru mörg sóknarfæri í viðarvinnslu á innlendum markaði.
Innlent timbur er afbragðs viður, ekki síðra en það erlenda. Tímamót eru fram undan í íslenskri skógrækt því það eru mörg sóknarfæri í viðarvinnslu á innlendum markaði.
Á faglegum nótum 14. mars 2022

Mikilvægt er að skógar, sem aðrar auðlindir, séu sjálfbærir

Höfundur: HGS

Forsíður prentmiðla, þ.m.t. dag­blaða, eiga það sameiginlegt að vera á pappír, sem unninn er úr beðmi sem fenginn er úr trjám.

Tré vaxa þar sem jörð og vatn eru í góðu jafnvægi, en það er ekki víst að jafnvægis gæti alltaf þegar viðarvinnsla á sér stað. Mikilvægt er að skógar, sem aðrar auðlindir, séu sjálfbærir. Þá þarf að tryggja að náttúran líði ekki fyrir ræktunina. Gæta þarf þess t.d. að þrælkunarvinna sé ekki stunduð, starfsfólk njóti sannmælis, viðskiptin séu heiðarleg og laun allra séu sanngjörn. 

Óvottað innlent timbur stenst illa samkeppni

Flestar vestrænar þjóðir stunda heiðarleg viðskipti. Til að votta heiðarleika við náttúru og menn eru til ýmsar aðferðir. Á Íslandi er mikið lagt upp úr því að timbur sé vottað við innflutning. Timbrið þarf að vera af viðeigandi gæðum og fengið úr ræktuðum skógi en ekki náttúruskógi frá Amazon eða öðrum ámóta svæðum. Allir sem koma að viðskiptum með timbur þurfa að hafa fengið viðeigandi laun fyrir sitt framlag.  Eins og staðan er núna er timbur sem er framleitt á Íslandi ekki vottað. Óvottað innlent timbur stenst því illa samkeppni við sjálfbærnivottað innflutt timbur á markaðnum.

Heimavaxið timbur verði samanburðarhæft

Innlent timbur er afbragðs viður, ekki síðra en það erlenda. Tímamót eru fram undan í íslenskri skógrækt því það eru mörg sóknarfæri í viðarvinnslu á innlendum markaði. Á dögunum sneru helstu skógræktendur Íslands saman bökum og ætla að innleiða viðeigandi vinnubrögð hérlendis svo heimavaxið timbur verði samanburðarhæft samkvæmt sömu verðleikum og það erlenda. Þessir hagsmunaaðilar íslensks timburs eru Skógræktin, Skógræktarfélag Íslands, búgreinadeild skógarbænda Bændasamtaka Íslands og Trétækniráðgjöf.

Úti um allan heim er stunduð rányrkja í skógum, tré eru felld í stórum stíl, timbrið fjarlægt og selt. Það væri eflaust forsíðufrétt ef bófar stunduðu rányrkju í íslenskum skógum. Við skulum vona að svo verði ekki, frekar að forsíðan prýði fallega vel hirtan skóg sem glatt hefur landsmenn og ræktaður var á sjálfbæra vísu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f