Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikilvægt að sleppa hlýra
Fréttir 1. júní 2022

Mikilvægt að sleppa hlýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiði á hlýra er komin yfir leyfi­legan heildarafla á fiskveiði árinu og hefur Fiskistofa bent sjómönnum á að mikilvægt sé að sleppa líflegum hlýra sem fæst við veiðar.

Leyfilegur heildarafli í hlýra á fiskveiðiárinu 2021/2022 er 377 tonn en nú þegar hefur verið landað rúmlega 500 tonnum. Fiskistofa vill því koma á framfæri mikilvægi þess að lífvænlegum hlýra verði sleppt eins og heimilt er samkvæmt 3. grein reglugerðar númer 468/2013 um nýtingu afla og aukaafurða. Enn fremur er bent á að sé þessi heimild nýtt skuli skrá í rafræna afladagbók eða snjalltækjaforrit tegund og áætlað magn í kílóum sem sleppt var samanber 2. málsgrein 2. grein sömu reglugerðar.

Hlýri, Anarhichas minor er skyldur steinbít en töluvert stærri og er við kynþroska 70 til 90 sentímetrar að lengt og fjögur til átta kíló að þyngd, en hann getur orðið allt að 180 sentímetrar að lengd og vegir allt að 26 kíló. Hlýri er gulbrúnn og flekkóttur. Roð hlýra er sterkara en á steinbít og hentar því betur til skinngerðar. Fæða hlýra er aðallega skrápdýr.

Tegundin finnst á úthafssvæðum í köldu djúpsævi, vanalega undir 5° Celsíus og á 25 og 800 metra dýpi. Kjörlendi hlýra er grófur sandur nálægt klettasvæði þar sem má finna skjól og staðir sem henta til hrygningar. Hrygningartími er á sumri fram á vetur og geta hrognin verið hátt í 55 þúsund.

Hlýri er tegund sem á undir högg að sækja, stofninn er lítill og var hlýrinn af þeim sökum settur í aflamark, til að koma í veg fyrir ofveiði á honum. Því er afar mikilvægt að útgerðir nýti heimild til sleppingar lífvænlegs hlýra og skrái sleppingar í afladagbók.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f