Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Á myndinni má sjá áburðarskortseinkenni í byggi. Myndin er tekin 19. júní í sumar.
Á myndinni má sjá áburðarskortseinkenni í byggi. Myndin er tekin 19. júní í sumar.
Á faglegum nótum 19. september 2014

Mikilvægt að fylgjast með ástandi jarðvegs

Höfundur: Borgar Páll Bragason

Síðustu ár hefur dregið verulega úr því að bændur taki jarðvegssýni til að kanna næringarástand jarðvegsins og aðstæður til vaxtar og fyrir vikið byggja menn áburðaráætlanir sínar oft á veikum grunni. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og efla á ný þennan mikilvæga þátt í bústjórninni.
Mælt er með því að bændur láti taka jarðvegssýni úr túnum á u.þ.b. fimm ára fresti. Þannig má fylgjast með þróun í forða á helstu næringarefnum. Í þeim tilfellum þar sem leikur grunur á að næringarástandi jarðvegs sé ábótavant skal sérstaklega huga að þessum þætti og forgangsraða sýnatökunni með tilliti til þess.

Ráðunautar RML eru þessa dagana að skipuleggja sýnatökuna sem framkvæmd er á haustin. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að taka sýni dýpra en áður til að auka á áreiðanleika niðurstaðnanna. Boðið er upp á að bændur sæki rafrænt um sýnatöku á heimasíðunni rml.is, en að sjálfsögðu er einnig tekið við slíkum þjónustubeiðnum sem og öðrum í síma (516-5000). Upplýsingar um gjaldtöku Rml má sjá á heimasíðunni en efnagreiningarkostnaður hjá LbhÍ er 4.013 kr./án vsk fyrir hvert sýni.

Ýmsar pakkalausnir

Þess má geta að hjá RML er boðið upp á ýmsar „pakkalausnir“ og þar á meðal  jarðræktarpakka sem ber heitið „Sprotinn“. Markmiðið með þeirri lausn er að veita bændum markvissa ráðgjöf í nýtingu áburðar ásamt því að veita ákveðna grunnþjónustu í jarðræktarskýrsluhaldi. Einn liðurinn þar er jarðvegssýnataka og túlkun á niðurstöðunum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...