Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ágúst Torfi Hauksson er nýr formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Ágúst Torfi Hauksson er nýr formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 23. febrúar 2018

Mikilvægt að fjárfesta í hagræðingu

Höfundur: smh
Þann 1. febrúar síðastliðinn tók Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska,  við sem stjórnarformaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
 
Hann tekur við af Ágústi Andréssyni, forstöðumanni Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga (KKS). Stjórnin verður áfram óbreytt og er þannig skipuð: Steinþór Skúlason, varaformaður frá Sláturfélagi Suðurlands, Ágúst Andrésson frá KKS/SKVH/Hella, Ólafur Rúnar Ólafsson frá SAH afurðum á Blönduósi og Geir Gunnar Geirsson frá Stjörnugrís. 
 
Samhljómur sláturleyfishafa
 
Ágúst Torfi segir að það sé of snemmt að segja til um áherslubreytingar því hann hafi tekið við embættinu með skömmum fyrirvara. „Það hefur hins vegar verið þokkalegur samhljómur meðal sláturleyfishafa um þau mál sem fjallað er um á vettvangi samtakanna, svo þörf á verulegum áherslubreytingum er ekki mikil. 
 
Á nýafstöðnum aðalfundi Landssamtaka sláturleyfishafa var samþykkt ályktun þess efnis að fundurinn lýsti fullum stuðningi við stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda í tengslum við viðræður samtakanna við hið opinbera varðandi það að koma á tímabundinni útflutningsskyldu sem lið í lausn á vanda sauðfjárgreinarinnar,“ segir Ágúst spurður um hvort hann styðji hugmyndir forvera hans um að útflutningsskyldu verði aftur komið á. „Ég hygg að allir aðilar samtaka sláturleyfishafa standi að baki þeirri ályktun.“
 
Mikilvægt að fjárfesta í hagræðingu
 
Ágúst Torfi var einnig spurður um hvort afurðastöðvarnar þyrftu að fara í endurnýjun og uppfærslu á sínum húsa- og tækjakosti – og hvort endurskoða þurfi samkeppnisumhverfi greinarinnar, eins og forveri hans hefur talað fyrir. 
 
„Ég er sammála fyrrverandi formanni um að mikilvægt sé að afurðastöðvar starfi við þær aðstæður að þær hafi tök á því að fjárfesta í hagræðingu. Því hefur ekki verið að heilsa undanfarin ár og stendur það greininni að mörgu leyti fyrir þrifum, út úr þeirri stöðu verðum við að komast,“ segir Ágúst Torfi. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...