Mikilvægt að efla vöruþróun lambakjöts
Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb, segir í nýjasta þætti Útvarps Bændablaðsins að mikilvægt sé að efla vöruþróun á íslensku lambakjöti ef auka eigi markaðshlutdeild þess. Segir hann skorta á að greint sé á milli gæðaflokka kjöts á markaði. Icelandic Lamb er markaðsstofa sem vinnur að því að auka virði sauðfjárafurða með markaðssetningu þeirra hérlendis og erlendis.
Hægt er að hlusta á þáttinn HÉR.
