Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps leggur áherslu á að framlög verði aukin til viðhalds á vegakerfinu. Ástand Bíldudalsvegar er svo slæmt að hann er talinn ónýtur.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps leggur áherslu á að framlög verði aukin til viðhalds á vegakerfinu. Ástand Bíldudalsvegar er svo slæmt að hann er talinn ónýtur.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. janúar 2020

Mikilvægt að bæta samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Tálknafjarðar­hrepps leggur áherslu á mikilvægi þess að auka framlög til viðhalds á vegakerfinu til að mæta brýnni þörf á styrkingum, endurbótum og viðhaldi á bundnu slitlagi á vegum.

Þetta kemur fram í umsögn með tillögu þingsályktunar vegna samgönguáætlunar fyrir næstu fimm ár sem og tillögu til þings­ályktunar um samgönguáætlun sem nær til ársins 2034. Hvað þá lengri varðar telur sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps mikilvægt að bæta samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum með gerð jarðgangna.

Bíldudalsvegur talinn ónýtur

Umsögnin er birt í fundargerð frá síðasta fundi sveitarstjórnar og þar kemur fram að sérstaklega sé brýnt að tryggja viðhaldsfé í vegi á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem úttekt Vegagerðarinnar á klæðningum á Vestfjörðum í júní 2019 sýndi fram á að ástand Bíldudalsvegar er svo slæmt að hann er talinn ónýtur og þarfnast endurbyggingar og styrkingar.

Einnig tekur sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps undir áherslur bæjarstjórnar Vesturbyggðar í bókun þeirra frá því í desember síðastliðum varðandi framkvæmdir á Bíldudalsvegi, að þær verði færðar á 1. tímabil áætlunarinnar og fari fram samhliða framkvæmdum á Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.

Vegurinn um Mikladal er úr sér genginn

Jafnframt ítrekar sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps ályktun frá 4. haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið var á liðnu hausti, en þar var ályktað um mikilvægi þess að gert væri ráð fyrir frekari jarðgangakostum á Vestfjörðum með áherslu á sunnan­verða Vestfirði.

„Vegurinn um Mikladal er löngu orðinn úr sér genginn og mikilvægt að þar verði farið í jarðgangagerð sem fyrst til að tryggja öruggar samgöngur milli samfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum auk jarðganga undir Hálfdán og Kleifa­heiði,“ segir í bókun sveitar­stjórnar Tálknafjarðarhrepps.

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps ítrekar einnig mikilvægi þess að fjármagn í hafnarbætur verði tryggt og aukið enn frekar frá því sem nú er þar sem ljóst er að hafnaframkvæmdir og endurbætur á höfnum eru víða orðnar mjög aðkallandi og fjárþörf til þeirra orðin mikil.

Skylt efni: Vegamál | Vegagerð | Vestfirðir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...