Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Undirritaður að taka sýni inn í kjarna rúllu.
Undirritaður að taka sýni inn í kjarna rúllu.
Á faglegum nótum 29. ágúst 2023

Mikilvægar forsendur í búskapnum

Höfundur: Baldur Örn Samúelsson ráðunautur í fóðrun

Vel er liðið á sumarið sem hefur verið einstaklega fjölbreytt veðurfarslega bæði milli og innan landshluta. Kuldi, væta og þurrkar hafa gert bændum erfitt fyrir á mismunandi árstíðum.

Baldur Örn Samúelsson

Í þurrkatíð fara grösin að leggja megináherslu á að koma upp punti og því verður blaðvöxtur minni. Grösin „trénast“ fyrr og verður oftar en ekki hærra hlutfall af tréninu ómeltanlegt. Veðráttan hefur því mjög mikil áhrif á heygæðin og þegar veðráttan er frábrugðin því sem við eigum að venjast er enn mikilvægara að huga að heyefnagreiningum. Öll okkar framleiðsla, hvort sem það er mjólk eða kjöt, byggir að megninu til á heyinu sem aflað er og því mikilvægt að vita hvaða fóðurgildi og steinefni við höfum í höndunum.

Heyefnagreiningar geta nýst bæði í fóður- og áburðaráætlanagerð. Mikilvægt er að taka sýni sem endurspegla heyforðann sem nota á yfir veturinn. Hægt er að taka safnsýni af mismunandi spildum sem voru slegnar á sama tíma og eru svipaðar í ræktun. Gott er að taka sýni úr hánni og grænfóðri ef slíkt er til. Ef tekið er verkað sýni þá þarf gróffóðrið að vera búið að verkast í 4–6 vikur áður en sýnið er tekið. Eigi að senda hirðingasýni til greiningar er gott að miða við að stærð þeirra sé um það bil einn handbolti á stærð. Vert er að nefna að ekki er hægt að nota niðurstöður heysýna við áburðaráætlanagerð ef ekki er hægt að tengja þau við einstaka spildur og þar með ræktunarsögu þeirra.

Jarðvegssýnabor og jarðvegstappar.

Jarðvegssýni

Mjög mikilvægt er að taka reglulega jarðvegssýni til að fá upplýsingar um sýrustig (pH) og næringarefni í jarðveg.

Þær upplýsingar eru mjög gagnlegar þegar kemur að áburðaráætlun auk þess sem pH í jarðvegi er lykilþáttur þegar kemur að allri ræktun.

Ein nýjung í jarðefnagreiningum í ár er svokallað glæðitap en með því má meta lífrænan hluta jarðvegsins sem er bæði góður mælikvarði fyrir frjósemi jarðvegsins og má með þessum upplýsingum áætla magn köfnunarefnis í jarðveginum sem hefur hingað til ekki verið mælt vegna mikils kostnaðar við slíkar greiningar eins og farið var yfir í grein í síðasta tölublaði Bændablaðsins.

Mikilvægt er að vera ekki búinn að bera skít á spildur sem stefnt er á að taka jarðvegssýni úr.

Best er að huga að jarðvegssýnatöku úr spildum fram í tímann þannig að einhver heildarmynd náist af spildum í ræktun. Ef spildur haga sér eitthvað afbrigðilega er kjörið að taka sýni úr þeim til að leita skýringa og eins ef endurvinna á spildu er kjörið að vita stöðuna á þeim spildum til að auka líkurnar á vel heppnaðri endurræktun.

RML býður upp á jarðvegs- og heysýnatöku að vanda og hægt er panta sýnatöku og ráðgjöf á heimasíðu RML (hnappur á forsíðu).

Við hvetjum bændur til að panta tímanlega til að hægt sé að skipuleggja sýnatökudagana. Ef vakna einhverjar spurningar er um að gera að hafa samband við RML fyrir nánari upplýsingar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f