Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Virkjuð háhitaborhola. Um 60% svonefndrar frumorku sem notuð er á Íslandi felst í hitaveitunum en 25% er raforka hennar og 15% á formi innflutts jarðefnaeldsneytis.
Virkjuð háhitaborhola. Um 60% svonefndrar frumorku sem notuð er á Íslandi felst í hitaveitunum en 25% er raforka hennar og 15% á formi innflutts jarðefnaeldsneytis.
Mynd / Orka náttúrunnar
Á faglegum nótum 9. maí 2023

Mikilvæg hugtök – Fróðleikur um orkumál og orkuskipti – 6. hluti

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður.

Hvernig er stórnotandi skilgreindur með tiltekinni ársnotkun raforku? Er flutningstap óhjákvæmileg?

Afl tapast ávallt í raflínum við flutning raforku frá virkjun til notenda. Það gerist vegna eðlilegs rafviðnáms í málmefni leiðara í loftlínu eða jarðstreng. Því lengri sem loftlína eða jarðstrengur er, og því meiri raforka sem flutt er á hárri spennu, þeim mun meira verður flutningstapið. Reikna má með að jafnaði um 2% flutningstapi í raflínukerfinu. Hægt er að minnka flutningstap í raflínum og benda hagaðilar á ólíkar leiðir á næstunni, t.d. byggingu smávirkjana og staðbundins raflínunets í einn stað en í annan frekari samtengingu stærri virkjana og öflugra, samtengds flutningsnets.

Stórnotandi

Stórnotandi er, skv. lögum, aðili sem nýtir a.m.k. 80 GWst raforku á ári, á einum og sama stað, til a.m.k. þriggja ára í senn. Slík notkun getur þurft 12- 14 MW rafafl. Ýmis verkefni eru í skoðun eða vinnslu þar sem notendur falla eða munu falla í þennan flokk. TDK Foil Iceland (fyrrum Becromal) á Akureyri og fiskimjölsverksmiðjur eru þar fyrir, rafvæddar hafnir, stór landeldisfyrirtæki og ylræktarver, samvinnuhópur ylræktenda, auðlinda- garðar og framleiðendur matvæla eða t.d. þörunga geta bæst við. Hugtakið stóriðja er jafnan notað um allra stærstu stórnotendur, svo sem álver sem notar ár hvert t.d. 550 MW rafafl til yfir 4.000 GWst orkunotkunar við framleiðsluna.

Hugtakið orkufrek starfsemi sést líka og nær yfir nýtingu stórnotenda jafnt sem stóriðju og enn eitt hugtakið er orðið stóriðnaður.

Uppsett afl

Orkuver gefa jafnan upp afltölu (í kW eða MW) sem er fengin með því að ákvarða hve miklu rafafli tækjabúnaður orkuvinnslustöðvar getur skilað við fullt álag miðað við hönnun hennar.

Allar vatnsaflsvirkjanir með afl að 10 MW falla undir lög um orku- nýtingu landsvæða (rammaáætlun) en jarðvarmavirkjanir hafa hærra viðmið í þessum efnum: 50 MW. Fyrir vindaflið, sem líka fellur undir rammaáætlun, gæti 10 MW viðmiðið sem best gilt.

Smávirkjanir, undir umræddum viðmiðunarmörkum, eru margar fyrir í landinu og þeim fjölgar, allt vatnsaflsvirkjanir að svo komu máli, eða stækkanir jarðvarmavirkjana.

Endanleg orkuframleiðsla virkjana, gefin upp sem MWst eða GWst, samsvarar oftast heldur lægri afltölu nýtingar en uppsetta aflið. Ýmsar orsakir koma til, t.d. vatns- eða gufuskortur, bilanir og svokölluð reglun (á fyrst og fremst við vatnsvirkjanir) þegar breyta þarf álagi í flutningskerfinu og t.d. flytja raforku milli landshluta.

Orkugeta

Orkugeta er hugtak yfir árlega orkutölu (í kWst, MWst, GWst eða TWst), sem reiknuð er út miðað við möguleg afköst virkjunar, eða niðurstaða mælinga á ársgrunni.

Kröfluvirkjun (framleiðir einungis rafmagn) er t.d. 60 MW en Hrauneyjafossvirkjun 280 MW. Hellisheiðarvirkjun framleiðir um 300 MW rafaafls og 120 MW varmaafls en Svartsengisvirkjun 75 MW rafafls og 150 MW varmaafls og verður brátt stækkuð.

Tvö vindorkuver Landsvirkjunar sem eru í rammaáætlun eru samanlagt um 220 MW að rafafli.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...