Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ölnir frá Akranesi er hæst dæmda útflutta hross það sem af er árinu.
Ölnir frá Akranesi er hæst dæmda útflutta hross það sem af er árinu.
Fréttir 13. október 2021

Mikill útflutningur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Það horfir í metútflutningsár á hrossum. Það sem af er ári hafa 2.216 hross yfirgefið landið, 232 stóðhestar, 991 hryssa og 993 geldingar. Árið 2020 voru 2.324 hross flutt út og taldist það besta útflutningsár síðan árið 1997. Af þeim 2.216 hrossum sem hafa farið utan í ár eru 98 þeirra fyrstu verðlauna hross.


Hæst dæmdur er stóðhesturinn Ölnir frá Akranesi sem hlaut 8,82 í aðaleinkunn á Landsmóti hestamanna 2016 þegar hann var hæst dæmda kynbótahross mótsins. Í fyrra hlaut hann fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og skilur því eftir sig töluverðan fjölda af gæðahrossum. Ölnir fór til Noregs í mars.


Af öðrum háttdæmdum útfluttum stóðhestum á þessu ári má nefna Eldjárn frá Skipaskaga (8,72), Nátthrafn frá Varmalæk (8,72), Arthúr frá Baldurshaga (8,69), Fenri frá Feti (8,57) og Landsmótssigurvegarana Óm frá Kvistum (8,61) og Fróða frá Staðartungu (8,59). Hæst dæmdu hryssurnar á lista útfluttra hrossa eru Ör og Fluga, báðar frá Mið-Fossum.


Útfluttu hrossin hafa farið til 19 landa. Eins og fyrri ár fara langflest til Þýskalands, þangað hafa farið 937 hross hingað til, 361 til Danmerkur, 332 til Svíþjóðar, 110 til Austurríkis og 101 til Sviss. Eitt fór til Kanada, 74 til Bandaríkjanna, tvö til Ungverjalands, tvö til Ítalíu, fjögur til Rúmeníu og sautján til Færeyja svo dæmi sé tekið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...