Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Erla Gunnarsdóttir, starfsmaður BÍ, Guðmundur Svansson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda og Eydís Rós Eyglóardóttir stjórnarmaður.
Erla Gunnarsdóttir, starfsmaður BÍ, Guðmundur Svansson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda og Eydís Rós Eyglóardóttir stjórnarmaður.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 13. mars 2023

Mikill innflutningur frá Úkraínu kom á óvart

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn búgreinadeildar kjúklingabænda situr óbreytt og að sögn formannsins gekk fundurinn á búgreinaþingi vel fyrir sig. Meðal þess sem var rætt er innflutningur á kjúklingakjöti og innri mál greinarinnar.

Guðmundur Svavarsson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda, segir að fundur kjúklingabænda hafi gengið mjög vel. „Deildin er fámenn og góð samstaða hjá okkur. Við fórum yfir tollverndina, dýraheilbrigði og önnur mál sem snerta greinina.“

Innflutningur á kjúklingakjöti

„Mikill innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkraínu undanfarna mánuði kom okkur í opna skjöldu og við höfum talsverðar áhyggjur af því að kjötið sé ekki af sömu gæðum og innlent kjúklingakjöt. Samkvæmt því sem ég hef heyrt er sýklalyfjanotkun í landbúnaði mikil í landinu.

Bændasamtökin hafa sent Matvælastofnun erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig staðið er að útgáfu á heilbrigðisvottorðum fyrir innflutninginn, hvaða vottorð hafi verið gefin út og hvort kjötið komi frá bændum, sláturhúsum og vinnslum sem uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til slíkra aðila hér á landi.“

Innra starf

Kjúklingabændur fóru einnig yfir innra starf greinarinnar á fundinum og að sögn Guðmundar eru félagsmenn spenntir að sjá hvað kemur út úr endurskoðun á félagsgjaldakerfi Bændasamtakanna.

„Bent hefur verið á að í dag er lítill munur á þeim félagsgjöldum sem þeir allra stærstu greiða og þeim sem smærri og miðlungs framleiðendur greiða. Áhugavert verður að sjá hvað kemur út úr þeirri umræðu á Búnaðarþingi.“

Óbreytt stjórn

Stjórn búgreinadeildar kjúklingabænda situr óbreytt frá síðasta ári og í henni eru Guðmundur Svavarsson formaður, Eydís Rós Eyglóardóttir og Jón Magnús Jónsson.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...