Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Að námskeiði loknu eigi þátttakendur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu.
Að námskeiði loknu eigi þátttakendur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu.
Fréttir 11. janúar 2022

Mikill áhugi á námskeiði í úrbeiningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það er mikill áhugi fyrir þessu námskeiði,“ segir Hilmar Valur Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga, en auglýst námskeið í úrbeiningu sem haldið var í Matsmiðjunni á Laugum á dögunum bókaðist hratt.

Því var brugðið á það ráð að bæta við öðru sem einnig seldist upp á skömmum tíma. Þátttakendur koma af öllu starfssvæði Þekkingarnetsins, þeir sem eru lengst að komnir aka úr Þistilfirði til að sækja námskeiðið.

Jónas Þórólfsson fer yfir helstu atriðin við sundurhlutun og vinnslu á lambaskrokki.

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þeir Jónas Þórólfsson, kjötiðnaðarmaður, slátrari og bóndi á Syðri-Leikskálaá og Rúnar Ingi Guðjónsson, kjötiðnaðarmeistari, gæðastjóri hjá Kjarnafæði/Norðlenska.

Báðir hafa þeir starfað um árabil í kjötiðnaði og þekkja hann út og inn. Þeir reka saman hlutafélagið Frávik sem stendur fyrir margs konar námskeiðum á því sviði.

Rúnar Ingi Guðjónsson, annar af tveimur kennurum á námskeiðinu.
Hentar þeim sem vilja auka þekkingu sína

Á námskeiðinu var farið yfir helstu atriðin við sundurhlutun og vinnslu á lambaskrokki, farið yfir nýtingu, hreinlæti og pökkun og að því loknu eigi þátttakendur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk, auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu.

Námskeiðið hentar þeim sem vilja afla sér þekkingar á vinnslu og frágangi afurða, m.a. þeim sem stefna á heimavinnslu afurða.

Þeir Jónas og Rúnar segja námskeiðshelgina hafa gengið vonum framar og þeir viti ekki betur en þátttakendur hafi farið virkilega glaðir heim. Vegna mikils áhuga stendur til að Þekkingarnet Þingeyinga efni til fleiri námskeiða síðar.

Skylt efni: kjötvinnsla | úrbeining

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...