Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mikil söluaukning á eggjum
Gamalt og gott 21. desember 2018

Mikil söluaukning á eggjum

Fyrir fimm árum, í jólablaði Bændablaðsins árið 2013, var sagt frá gríðarlegri söluaukningu á íslenskum eggjum. Rætt var við Þorsteinn Sigmundsson eggja- og kjúklingabónda í Elliðahvammi og formann eggjabænda sem sagði að desembermánuður hefði slegið öll met – þrátt fyrir að hann væri varla hálfnaður. Hann sagði að lífsstílsbreytingar og fjölgun ferðamanna á Íslandi skýri söluaukninguna.

„Það fór að bera á því fyrir svona tveimur til þremur árum að sala á eggjum fór að aukast. Svo fyrir um ári varð veruleg aukning og við höfum nú tengt þetta við tiltekna lífsstíla í mataræði sem hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum, þar sem áhersla er lögð á að hafa lítið af einföldum kolvetnum í fæðunni. Þannig að yngra fólk er aftur orðið að virkum neytendum eggja.

Eggin hafa á undanförnum árum endurheimt stöðu sína sem heilsufæði, enda eru þau algjörlega náttúruleg afurð – fullkomlega innsigluð af hænunni – og hágæðafæða. Það er til dæmis ekki talað lengur um eggjarauðuna sem sérstaklega varasama. Við tengjum þessa söluaukningu líka við fjölgun ferðamanna til Íslands. Desember er til að mynda ekki lengur sölumesti mánuðurinn. Núna eru það mánuðirnir frá júní og fram í september sem langmest sala er í. Raunar er aukningin svo mikil að eggjabændur hafa þurft að skipuleggja búskap sinn upp á nýtt – og vera með hámarksframleiðslu um sumarið – hreinlega til að anna eftirspurninni,“ sagði Þorsteinn í viðtali við Bændablaðið 12. desember 2013.

Nálgast má eldri árganga Bændablaðsins í gegnum vefinn timarit.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...