Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eiganda þyrlufyrirtækisins fannst orðið tímabært að byggja upp ferðaþjónustu á Ólafsfirði.
Eiganda þyrlufyrirtækisins fannst orðið tímabært að byggja upp ferðaþjónustu á Ólafsfirði.
Mynd / Aðsend
Fréttir 9. maí 2023

Mikil eftirspurn eftir þyrluflugi í sumar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýtt þyrluflugfélag með höfuðstöðvar á Ólafsfirði hefur hafið rekstur.

„Við höfum notað tímann núna til að keyra okkur í gang og koma okkur í rétta gírinn fyrir sumarið, sem er ávallt háannatími í þyrlurekstrinum. Viðbrögðin hafa verið frábær og gaman að sjá hvernig bókanir hlaðast inn á dagatalið fyrir næstu mánuði,“ segir Jón Þór Þorleifsson, framkvæmdastjóri HeliAir Iceland, en fyrirtækið mun halda úti þyrlurekstri frá Ólafsfirði og í Reykjavík.

Allir flugmenn félagsins eru íslenskir og leggur félagið mikla áherslu á að flugmenn þekki vel til íslenskra aðstæðna. „Þrír flugmenn eru í vinnu hjá okkur og auk þess eru nokkrar stöður sem fylgja því að halda úti flugrekstrarleyfi. Það eru nokkrir í eigendahóp HeliAir en aðaleigandinn er Árni Helgason ehf. á Ólafsfirði,“ segir Jón Þór.

Honum fannst tímabært að byggja upp ferðaþjónustu á Ólafsfirði. „Skíðaflugið hefur verið mjög vinsælt hér á Tröllaskaganum síðustu árin. Eftirspurn eftir þyrluferðum á svæðinu hefur verið að aukast og því fannst okkur kjörið að stökkva inn og byggja upp félag hér á svæðinu sem gæti sinnt þessum markaði. Við höfum líka mikla trú á því að þetta eigi eftir að vinna vel saman, að vera með þyrlur í rekstri bæði á Ólafsfirði og Reykjavík,“ segir Árni Helgason. Boðið er upp á ýmis konar útsýnisflug. „Auk þess erum við líka að sinna ýmsu verkflugi, s.s. flutningi á efni og hífingar með þyrlu. Vélin sem við erum að fljúga núna er Bell 407 GXP, sem er ný vél og er sérstaklega hönnuð til útsýnisflugs með extra stórum gluggum. Þessi vél hentar líka vel til hífinga og hefur reynst okkur vel í þeim verkefnum,“ segir Árni.

Skylt efni: þyrluflug

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...