Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ræktun á vínvið og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu.
Ræktun á vínvið og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu.
Mynd / theenglishvine.co.uk
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfarin ár og er sú grein landbúnaðar sem vex hvað hraðast í landinu um þessar mundir.

Mikil bjartsýni ríkir meðal vínviðarræktenda og vínframleið­enda á Suður-Englandi og til stendur að auka framleiðsluna á næsta ári með því að planta út yfir milljón vínviðarplöntum.

Ber ræktuð í Suður-Englandi þykja góð til vínframleiðslu og hafa meðal annarra franskir vínframleið­endur hoppað á vagninn og hafið ræktun á vínviði Bretlandsmegin við Ermarsund. Í Frakklandi er útlitið aftur á móti ekki eins gott og uppskera á síðasta ári sú minnsta frá árinu 1957. Á það jafnt við um þrúgur, hvort sem þær eru ræktaðar til framleiðslu á hvít-, rauð- eða freyðivíni.

Hlýnun jarðar

Helsta ástæða þess að hægt er að rækta vínvið með góðum árangri í suðurhéruðum Englands er hlýnun jarðar og hækkandi lofthiti í Kent og Wales.

Aukinn lofthiti hefur leitt til þess að yrki sem áður þrifust vel í Frakklandi gera það ekki lengur og nú er svo komið að yrkin þrífast betur í suðurhéruðum Bretlands og jafnvel á Skáni í Svíþjóð. Vegna þess eru vínviðarbændur í Frakklandi norðanverðu farnir að leita að yrkjum sunnar í Evrópu til ræktunar.
Fylgifiskur aukins hita í Frakk­landi eru óværur eins og skordýr og sveppir sem herja á plönturnar og draga úr uppskeru og gæðum vínanna.

Framræktun vínviðaryrkja og betri tækni til að ákvarða sykurinnihald vínþrúga og hvenær best er að tína þær hefur einnig mikið að segja um aukinn árangur Breta við vínframleiðslu.

Breskt freyðivín á markaði frá 2018

Stærstu vínekrur Bretlandseyja í dag eru rúmir 160 hektarar að stærð og kom fyrsta freyðivínið frá þeirri ræktun á markað 2018. Miklar vonir eru bundnar við freyðivínið og að það verði næsti tískudrykkur á Bretlandseyjum og að útflutningur á öðrum vínum aukist. Vínframleiðsla í Bretlandi jókst úr 1,34 milljón flöskum árið 2009 í 1,56 milljón flöskur árið 2018. Í dag selja breskir vínframleiðendur freyðivín til um 30 landa og er talið að í lok þessa áratugar verði léttvínsframleiðsla, hvítt, rautt og freyðandi, í landinu komin í um 20 milljón flöskur á ári./VH

Skylt efni: Bretland vínviður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...