Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Mikið um skordýraskemmdir á trjágróðri
Fréttir 9. júlí 2014

Mikið um skordýraskemmdir á trjágróðri

Víða um land ber töluvert á skordýraskemmdum á trjágróðri, til dæmis eftir birkikembu sem hefur herjað á höfuðborgarsvæðinu og sums staðar á Suðurlandi. Að undanförnu hafa komið í ljós miklar skordýraskemmdir á alaskavíðibeltum við Gunnarsholt. Skjólbelti sem nær frá þjóðveginum upp að Gunnarsholti er lauflítið og víða nær lauflaust. Þetta kemur fram á vef Landgræðslunnar.

Sömu sögu er að segja víðar, til dæmi á Reyðarvatni skammt austan við Gunnarsholt. Alls er þarna um að ræða allnokkra tugi kílómetra af skjólbeltum. Alaskavíðirinn er ein röð af þremur tegundum, en það sér mun minna á alaskaösp og viðju í hinum röðunum. Orsakavaldurinn er lirfa haustfeta.
Lirfa haustfetans á ferðinni
fyrri hluta sumars

Athuganir á skemmdu laufi hafa sýnt að þar eru nær einvörðungu haustfetalirfur en sáralítið hefur fundist af öðrum tegundum sem sækja í víði, til dæmis víðifeta. Lirfa haustfetans er á ferli fyrri hluta sumars og nú eru lirfurnar nær fullvaxta og eru að fara að púpa sig. Fiðrildin skríða svo úr púpu að haustinu og verpa.

Þessi sömu skjólbelti skemmdust einnig mikið í fyrra og þá fundust einnig haustfetalirfur í laufi. Sá víðir sem skemmdist mest í fyrra laufgaðist illa í vor og sumar plöntur alls ekki. Hætta er á að plöntur sem verða fyrir svona faraldri ár eftir ár kali illa og jafnvel drepist.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...