Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skógarfoss.
Skógarfoss.
Fréttir 26. maí 2020

Mikið atvinnuleysi á svæðinu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýlega var  haldinn sameigin­legur fundur í gegnum fjarfundabúnað þingmanna Suðurkjördæmis, stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitar­félaga (SASS) og bæjar- og sveitarstjóra á Suðurlandi.  Tilgangur fundarins var að upplýsa um aðgerðir SASS og sveitarfélaganna á Suðurlandi í tengslum við COVID-19 faraldurinn og ræða jafnframt hugmyndir um leiðir til viðspyrnu og sóknarfæra. 
 
Fram kom að höggið er mikið á Suðurlandi vegna veirunnar en þess má geta að 2018 komu um 29% af atvinnutekjum í Skaftafellssýslum af gistingu og veitingum og hlutfallið í Uppsveitum var 13% og Rangárvallasýslu 11%. Nánast 100% afbókun var frá fyrsta degi kórónaveirunnar. 
 
Samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnunar frá 15. apríl  er gert ráð fyrir að atvinnuleysi á Suðurlandi verði að meðaltali 15,7% í apríl og 13,3% í maí. Landsmeðaltalið er áætlað 16,9% á apríl og 14,4% í maí.
Mest er atvinnuleysið áætlað í Mýrdalshreppi, 41,6% í apríl, í Skaftárhreppi 28% og Bláskógabyggð 26,6%. Spá Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að atvinnuleysið minnki í maí. 
 
 
Staða sveitarfélaganna 
 
Fulltrúar sveitarfélaganna kynntu stöðuna hvert í sínu sveitarfélagi og gerðu grein fyrir helstu aðgerðum. Sveitarfélögin hafa veitt greiðslufresti á fasteignagjöldum hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir tekjutapi. Veittur hefur verið afsláttur eða gjöld látin niður falla af sem dæmi þjónustu leikskóla- og frístundastarfi. Sveitarfélögin hafa reynt eftir megni að fylgja aðgerðapakka Sambands íslenskra sveitarfélaga og fara í flýtiframkvæmdir en úrræðin eru takmörkuð innan núverandi tekjuramma og lækkaðra útsvarstekna. Einnig leggja sveitarfélögin áherslu á félags- og heilbrigðisþjónustu og að upplýsa íbúa um stöðu mála. 
 
Sex mikilvæg mál
 
Á fundinum komu fram sex mikilvæg mál, sem sveitarfélögin leggja mikla áherslu á á COVID-19 tímum.
  • Fella niður vsk af fráveitu- og viðhaldsframkvæmdum.
  • Markaðsátak til að hvetja Íslend­inga til að sækja Suður­land heim.
  • Nýsköpun fyrir starfandi fyrir­tæki. 
  • Fá á hreint stöðu Jöfnunarsjóðs. 
  • Hamfaraástandið sem skapast hefur þarf ríkið að bæta líkt og um aflabrest sé að ræða.
  • Fá á hreint greiðslur vegna lagningar á ljósleiðara og hvað skuli gert í þéttbýliskjörnum sem búa við markaðsbrest, s.s. í Vestmannaeyjum.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...