Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikið álag á dreifikerfi raforku vegna lágrar vatnsstöðu í miðlunarlónum
Mynd / Landsnet
Fréttir 16. ágúst 2021

Mikið álag á dreifikerfi raforku vegna lágrar vatnsstöðu í miðlunarlónum

Höfundur: smh

Vatnhæð í Þórisvatni hefur aldrei mælst lægri að sumarlagi en nú í sumar. Í frétt á vef Landsnets kemur fram að slæm staða á nokkrum miðlunarlónum valdi gríðarlegu álagi á byggðalínuna sem er talin vera komin að þolmörkum.  

Ekki er talin hætta á raforkuskorti í vetur en staðan í Þórisvatni er sögð vera áminning um mikilvægi þess að geta flutt raforku milli landshluta hverju sinni.

Staðan á miðlunarlónum á Norður- og Austurlandi er hins vegar sögð vera ágæt.

Haft er eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets, að þörf sé á að endurnýja byggðalínuna sem sé orðin meira en 40 ára gömul. „Rekstur byggðalínunnar hefur verið þungur í sumar en orkuflutningar á milli landshluta þar sem lónstaðan er góð og þangað sem hún er verri hefur valdið því að flutningur hefur verið við öryggismörk í allt sumar,“ segir Guðmundur Ingi. „Við þessar aðstæður má lítið út af bregða til að raforkunotendur verði fyrir truflunum. Mikið álag eða fullnýting lína eykur flutningstöp og leiðir til að verri nýtingar virkjana. Þetta hefur í för með sér lakari árangur í umhverfis- og loftslagsmálum auk þess sem kostnaður við orkukaup vegna flutningsins eykst verulega.“

Tvær stórar uppfærslur í vinnslu

„Sú staða sem nú er uppi sýnir hversu brýn uppbygging flutningskerfis raforku er, sérstaklega tenging landshlutanna. Við hjá Landsneti höfum lengi bent á nauðsynlega endurnýjun byggðalínunnar, sem nú er yfir 40 ára gömul, þannig að við getum mætt betur áskorunum framtíðarinnar vegna loftslagsbreytinga og rafvæðingar,“ segir Guðmundur Ingi enn fremur á vef Landsnets.

Landsnet vinnur nú að tveimur stórum áföngum að uppfærslu nýrrar kynslóðar byggðalínunnar; fyrri hlutinn er á milli Kröfluvirkjunar og Fljótsdalsvirkjunar, um Hólasand, til Akureyrar, en hinn hlutinn er tenging Blönduvirkjunar við Eyjafjarðarsvæðið og lína frá Hvalfirði yfir Holtavörðuheiði að Blönduvirkjun.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...