Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum í kjúklingakjöti í breskum stórmörkuðum
Fréttir 15. febrúar 2018

Mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum í kjúklingakjöti í breskum stórmörkuðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt Matvælastofnun Breta hafa sýkingar af völdum skaðlegra kamfýlóbakter-baktería margfaldast í kjúklingum á Bretlandseyjum. Sýnatökur úr kjúklingakjöti í stórmörkuðum í landinu sýna metfjölda af sýklalyfjaónæmum bakteríum.

Sumar þessara baktería sýna ónæmi við sterkustu sýklalyfjum á markaði samkvæmt nýjum rannsóknum. Málið er talið mjög alvarlegt þar sem sýklalyfjaónæmar bakteríur geta hæglega smitast í fólk og gert sýklalyfjameðferð ómögulega.

Mun meiri sýking en fyrir tíu árum

Sýni bresku Matvæla­stofn­un­arinnar voru úr stóru úrtaki af heilum og ferskum kjúklingum í fjölda stórmarkaða og minni matvöruverslana víðs vegar um Bretlandseyjar. Útkoma 400 sýna sýnir að mun fleiri kjúklingar voru sýktir af sýklalyfjaónæmum kamfýlóbakter-bakteríum núna en fyrir tíu árum.
Rannsóknir á sýnunum leiddu í ljós að í mörgum tilfellum fundust leifar af sýklalyfjum í kjúklingakjöti í verslunum.

Sýklalyfjanotkun ýtir undir ónæmi

Niðurstöður mælinganna eru sagðar vera vísbending um aukna notkun sýklalyfja í kjúklingaeldi á Bretlandseyjum og að notkunin ýti undir sýklalyfjaónæmi baktería og aukinnar útbreiðslu þeirra.

Kamfýlóbakter-bakteríur geta valdið alvarlegri matareitrun og jafnvel dauða í alvarlegustu tilfellum og eru sýklalyfjaónæm afbrigði þeim mun erfiðari en þau sem eru það ekki. Almenningur á Bretlandseyjum hefur í framhaldi rannsóknanna verið beðinn að gæta fyllsta hreinlætis við meðhöndlun matvæla og elda kjúklingakjöt vel þar sem rétt matreiðsla drepur bakteríurnar.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi ein stærsta ógn við lýðheilsu jarðarbúa í dag.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...