Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rala.
Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rala.
Mynd / TB
Fréttir 3. febrúar 2020

Mikið að sækja í kynbótum í skógrækt

Höfundur: Ritstjórn

Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, er viðmælandi Sveins Margeirssonar í hlaðvarpsþættinum Víða ratað. Þeir ræða m.a. um kynbætur í trjárækt en Þorsteinn hefur um árabil unnið að þeim. Hann segir að erfðaframfarir hafi orðið miklar í skógrækt á síðustu áratugum. Nefnir hann sem dæmi skógarfuru á Norðurlöndum þar sem skógfræðingar segja að erfðaframfarir séu um 2% á ári, þ.e. með tilliti til aukins vaxtarhraða og afkasta.

Þorsteinn ræðir einnig um þróun líftækninnar og rifjar upp samstarf Rala og Orf líftækni. Dæmi um það þegar ríkisfyrirtækið fóstraði einkafyrirtæki sem hefur náð miklu flugi á síðustu árum.

Hann telur ráðlegt að gerð verði greining á því hvernig til hefur tekist á síðustu árum eftir sameiningar stofnana Rala og LbhÍ. Þá hafi ráðgjafarþjónusta í landbúnaði breyst hratt og nauðsynlegt að rýna í árangur sem þar hafi náðst.

Þorsteinn varar við of mikilli áhættusækni í landbúnaði og skyldum greinum og nefnir þar laxeldi og hörrækt þar sem menn fóru af stað á árum áður án grunnrannsókna. „Þetta fór ekki nógu vel í upphafi þó menn hafi náð tökum á þessu seinna,“ segir Þorsteinn Tómasson.

Þátturinn Víða ratað er hýstur undir merkjum Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins, á öllum helstu streymisveitum. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn hér undir.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...