Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Haraldur Gunnar (t.v.) og Guðmar Jón eru hæstánægðir með viðtökurnar á nýju kjötvinnslunni þeirra á Hellu enda brosa þeir breitt alla daga.
Haraldur Gunnar (t.v.) og Guðmar Jón eru hæstánægðir með viðtökurnar á nýju kjötvinnslunni þeirra á Hellu enda brosa þeir breitt alla daga.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarssson
Fréttir 7. nóvember 2018

Mikið að gera í úrbeiningu fyrir bændur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Félagarnir og frændurnir Guð­mar Jón Tómasson og Har­aldur Gunnar Helgason, sem báðir eru undan Eyjafjöllunum, opnuðu í haust kjötvinnslu á Hellu sem heitir „Villt og alið“. Auk þess að vera með verslun og gistingu fyrir ferðamenn í fimm herbergjum á efri hæð hússins. Kjötvinnslan hefur gengið ótrúlega vel. 
 
„Já, það hefur verið allt vitlaust að gera frá því að við opnuðum og móttökurnar  hafa verið æðislegar, við áttum aldrei von á þessu,“ segir Guðmar Jón. Félagarnir bjóða upp á úrbeiningu og pökkun á kjöti af nautgripum, hrossum, lömbum og hreindýrum.
 
Ánægðir viðskiptavinir er besta auglýsingin sem Haraldur Gunnar og Guðmar Jón segjast fá. Hér eru tvær hressar húsmæður sem versla mikið hjá þeim.
 
Auk þess flytja þeir inn gæða krydd frá Þýskalandi, ásamt því að selja svínakjöt frá Korngrísi í Laxárdal í kjötborðinu sínu. „Við  heyrum ekki annað en að fólk sé mjög ánægt með vörurnar okkar í kjötborðinu enda erum við að fá fólk víða að af Suðurlandi til okkar og af höfuðborgarsvæðinu sem er alveg frábært, það spyrst út hvað kjötið okkar er gott, það er besta auglýsingin,“ segir Haraldur Gunnar. Verslunin er opin alla virka  daga frá 10.00 til 18.00 og á laugardögum frá 10.00 til 14.00.
 
Kryddið í versluninni þykir einstak­lega gott og þægilegt í notkun enda eru strákarnir að springa úr monti að hafa það í sölu hjá sér beint frá Þýskalandi.

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f