Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bærinn Urriðaá í Miðfirði.
Bærinn Urriðaá í Miðfirði.
Mynd / smh
Fréttir 25. ágúst 2023

Miðfjarðarbændur kærðir

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur kært bændur á tveimur bæjum í Miðfirði fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis.

Hafði þeim verið gert að afhenda stofnuninni kindur sem þeir fengu frá Urriðaá, þar sem allt fé var skorið niður vegna riðutilfellis sem var staðfest í hjörðinni.

Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir norðvesturumdæmis Matvælastofnunar, segir að samkvæmt þeirra heimildum sé um að ræða 14 kindur á Neðra-Núpi og lömb þeirra, en einn hrút á Barkarstöðum. „Við förum fram á að bændur afhendi allt fé og þeirra afkomendur, sem hafa verið á Urriðaá eftir haustið 2020, hvort sem það er fleira eða færra fé en lýst er eftir.

Heilsu dýra stefnt í hættu

Álítur Matvælastofnun að með því að hafna því að afhenda féð, stofni bændurnir ekki aðeins heilsu dýra sinna í hættu heldur einnig heilsu sauðfjár í eigu annarra sem hefur samgang við þeirra fé. Samkvæmt dýrasjúkdómalögum sé refsivert að brjóta gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt lögum.

Forsaga málsins er að Matvælastofnun féllst á andmæli bænda í maí við því að afhenda gripina á sauðburðartíma.

Í lok maí náðist samkomulag við flesta sauðfjárbændur í Miðfjarðar- hólfi um að afhending á gripum sem voru komnir frá Urriðaá yrði ekki síðar en 19. júní.

Grunsamlegar kindur

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur Matvælastofnunar, segir að andmælin sem komu síðar frá bæjunum tveimur hafi snúið að þeirri skoðun Matvælastofnunar að telja fullfrískar kindur „grunsamlegar“ í skilningi reglugerðar um útrýmingu á riðuveiki. Í reglugerðinni komi fram að Matvælastofnun sé heimilt á hvaða árstíma sem er að fyrirskipa förgun kinda sem sýktar eru af riðu eða teljast „grunsamlegar“. Í andmælunum hafi því verið haldið fram að til að kind teljist „grunsamleg“ þurfi hún að sýna einkenni sjúkdómsins.

Það hafi ekki verið hægt að fallast á þessi rök og bændum bent á að fyrir hendi væri grunur um að þessar tilteknu kindur væru hugsanlega sýktar af riðu og þær teldust þar með grunsamlegar.

Einar segir að þær hefðu að sönnu ekki sýnt klínísk einkenni og vonandi væru þær ekki sýktar, en eina leiðin til þess að fá úr því skorið væri að fella þær og taka sýni úr heila.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...