Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Magn innflutts nautakjöts fór í fyrsta sinn yfir magn innlendrar framleiðslu í júlí. Appelsínugul lína táknar innlenda framleiðslu, blá lína innflutning og græn lína sölu á nautakjöti. Heimild / Mælaborð landbúnaðarins
Magn innflutts nautakjöts fór í fyrsta sinn yfir magn innlendrar framleiðslu í júlí. Appelsínugul lína táknar innlenda framleiðslu, blá lína innflutning og græn lína sölu á nautakjöti. Heimild / Mælaborð landbúnaðarins
Fréttir 12. september 2024

Metinnflutningur á nautakjöti í júlí

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Aldrei hefur jafnmikið af nautakjöti verið flutt inn til landsins í einum mánuði og nýliðnum júlí.

Samkvæmt innflutningstölum Hagstofunnar voru tæp 254 tonn flutt inn til landsins í júlímánuði síðastliðnum. Nautakjötið var m.a. flutt inn frá Litáen, Danmörku, Þýskalandi, Spáni, Írlandi og Hollandi. Til samanburðar voru 88,5 tonn flutt inn í júní og 154 tonn í maí.

Að teknu tilliti til beinahlutfalls hefur innflutningurinn verið umreiknaður á Mælaborði landbúnaðarins sem 422 tonn. Það er meira en íslenska framleiðslan þennan mánuð, sem var 370 tonn, og öll sala á nautakjöti þann mánuð, sem var 384 tonn.

Á fyrstu sex mánuðum ársins voru flutt inn um 540 tonn af nautakjöti samkvæmt tölum Hagstofunnar, en þá kostaði það handhafa tollkvóta fyrir innflutning frá ESB eina krónu á hvert kíló að flytja inn kjötið. Frá júlí kostaði það hins vegar 520 krónur á hvert kíló, samkvæmt niðurstöðum úthlutunar á tollkvótum á landbúnaðarafurðum hjá matvælaráðuneytinu.

Sverrir Falur Björnsson.

Því kemur þessi mikli innflutningur Sverri Fali Björnssyni, hagfræðingi hjá Bændasamtökunum, á óvart.

„Þessi snöggi kippur var mjög óvæntur, aðallega fyrir þær sakir að hann kemur á fyrsta mánuði eftir að einnar krónu ESB-tollurinn rennur út. Fyrst þegar ég sá að svona mikið magn hafði komið inn í júlí taldi ég fátt annað koma til greina en að þetta væru mistök en nú hefur verið gengið úr skugga um að svo sé ekki.

Innflutningur á fyrri helmingi ársins var minni en ég hafði búist við miðað við þau kjör sem voru að bjóðast, minna var flutt inn á fyrri hluta 2024 en var gert á nokkru sex mánaða tímabili árið 2023 þrátt fyrir að þá hafi verð á tolli verið tiltölulega hátt.

Ef rýnt er í hvað er verið að flytja inn þá sést að langstærsti hlutinn er innan tollflokksins Annað fryst úrbeinað kjöt af nautgripum, eða tæp 150 tonn. Frá upphafi árs 2023 hefur þetta verið algengur tollflokkur en fyrir það var hann ekki mikið nýttur. Í júlí nam innflutningur af þessari afurð meira en á öllum fyrstu sex mánuðum ársins samanlagt.

Mögulega er þarna verið að metta einhverja uppsafnaða þörf, því ekki var flutt mikið inn af þessari afurð í maí og júní og það litla sem kom til landsins var á háu meðalverði. Það sem kom inn í júlí hefur kostað 857 kr/kg í innkaupum en það sem kom inn í maí og júní var á milli 1.400 og 1.500 kr/kg.

Því hefur það meira að segja borgað sig að flytja inn þessa afurð á þessum hærri tolli vegna þess hversu mikið innkaupaverðið lækkaði,“ segir Sverrir Falur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...