Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af koltvísýringi fyrir tæpan milljarð króna. Aldrei hefur jafnmikið af efninu verið flutt inn til landsins og stefnir í metinnflutningsár.

Eftirspurn eftir koltvísýringi hefur aukist hér á landi, sér í lagi með tilkomu fiskeldis og þörungavinnslu, en efnið er einnig notað í drykkjarframleiðslu og matvælapökkun og fleira. Koltvísýringur er mikilvægt hráefni í garðyrkjuframleiðslu þar sem efninu er dælt inn í gróðurhús til að auka vöxt og gæði plantna.

Hér á landi er koltvísýringur einungis framleiddur á jörðinni Hæðarenda í Grímsnesi en fyrirtækið Linde Gas á þar allan nýtingar- og vinnslurétt. Framleiðslan þar hefur verið á bilinu 3.800 – 4.900 tonn á ári sl. áratug en Sigurður Karl Jónsson, eigandi jarðarinnar, hefur sagt að með góðu móti væri hægt að framleiða ríflega landsþörf.

Innflutningur á koltvísýringi hefur vaxið jafnt og þétt síðastliðin ár. Árið 2019 voru hingað flutt rétt rúm 1.000 tonn, þau voru rúm 1.500 árið 2021 og rúm 1.800 í fyrra.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru tæp 2.600 tonn af koltvísýringi flutt hingað til lands á fyrstu níu mánuðum ársins. Langmest af innflutta koltvísýringnum, eða tæp 2.400 tonn, komu frá Svíþjóð, þaðan sem Linde Gas flytur inn efnið. Samkvæmt Hagstofunni var meðal CIF-verð á kílóið 27 krónur. Samkvæmt Sigurði Karli greiðir Linde Gas honum tæpar 3 krónur fyrir hvert kíló af koltvísýringi sem það vinnur ásamt því að útvega honum vatn í hitaveitu.

Skylt efni: koltvísýringur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f