Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Metframleiðsla á mjólk
Fréttir 21. janúar 2016

Metframleiðsla á mjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innvigtun á mjólk nam 146 milljónum lítra á síðasta ári sem er mesta mjólk sem vigtuð hefur verið inn frá upphafi. Framleiðslan 2015 var 12,5 milljón lítrum meiri en árið 2014.


Í frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda segir að fyrstu sex mánuði ársins 2015 hafi aukning innvigtunar verið tiltölulega hófleg. Aukning á innvigtun einstakra vikna var 4 til 6% að jafnaði. Í viku 27 urðu síðan vatnaskil, er aukning vikuinnvigtunar varð 12% og hélst sú aukning á bilinu 12 til 14% svo að segja út árið 2015. Heildarniðurstaðan varð 9,4% aukning innvigtunar 2015 frá árinu áður.

Þegar litið er til þróunar í fjölda burða undanfarin ár sést að framan af ári fjölgaði burðum um 3 til 8% miðað við sömu mánuði árið á undan. Hlutfallslega varð mesta aukningin þegar kom fram á sumar. Skráðir burðir í júní og júlí voru 14 til 15% fleiri en árið á undan.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f