Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stóru númerin á árlegri selaveislu sem haldin var í Haukahúsinu í Hafnarfirði 9. nóvember. Andri Snær Magnason rithöfundur, Tryggvi Gunnarsson, veislustjóri úr Flatey, Jóhannes Kristjánsson eftirherma frá Ingjaldssandi, Ragnar Bjarnason og Ragnar Guðmunds
Stóru númerin á árlegri selaveislu sem haldin var í Haukahúsinu í Hafnarfirði 9. nóvember. Andri Snær Magnason rithöfundur, Tryggvi Gunnarsson, veislustjóri úr Flatey, Jóhannes Kristjánsson eftirherma frá Ingjaldssandi, Ragnar Bjarnason og Ragnar Guðmunds
Mynd / HKr.
Líf og starf 26. nóvember 2019

Metaðsókn að selaveislu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Árleg selaveisla fór fram í Haukahúsinu í Hafnarfirði laugardaginnn 9. nóvember og var metaðsókn að veislunni. Greinilegt var að gestir kunnu vel að meta veitingarnar sem fyrir marga eru þó harla óvenjulegar.
 
Það eru feðgarnir í veitingahúsinu Laugaási, þeir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur, sonur hans, sem hafa haft vega og vanda af þessari veislu sem á uppruna sinn að rekja til ársfundar selabænda. Þarna var boðið upp á þjóðlegan mat eins og margvíslegar selaafurðir, hvalkjöt, fuglakjöt, lambakjöt, lax, siginn bútung og margt fleira. Runnu kræsingarnar ljúflega í gesti, hvort sem um var að ræða selspik, súrsaða selshreifa, eðal selsteikur eða annað ljúfmeti. Vakti koma ræðumanns kvöldsins nokkra athygli, en það var náttúruverndarsinninn Andri Snær Magnason. Þarna var hann samt í hópi ættingja úr Breiðafirðinum. Gerði hann m.a. góðlátlegt grín að villibráðaráti og þá auðvitað þeim villimönnum, sér og öðrum, sem neyta slíkrar villibráðar. 
 
Andri Snær Magnason rithöfundur og Ragnar Guðmundsson, matreiðslumeistari Í Laugaási, við kræsingar í selaveislunni. Þar var nær öll flóran í íslenskum mat frá kjötmeti af  dýrum sem hafa sérhæft sig að aðstæðum á láði, legi og í lofti og fiski af ýmsum tegundum. Fyrir framan þá er siginn bútungur sem hægt var að gæða sér á með kartöflum, mörfloti, hamsatólg og selspiki. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f