Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mesti orkukostnaðurinn er í Grímsey
Mynd / MÞÞ
Fréttir 5. apríl 2022

Mesti orkukostnaðurinn er í Grímsey

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Heildarorkukostnaður hér á landi er hæstur í Grímsey þar sem rafmagn er framleitt og hús kynt með olíu. Næsthæsti heildarorkukostnaður er í Nesjahverfi í Hornafirði, sem skilgreint er sem dreifbýli hvað raforku varðar og ný hitaveita var nýlega tekin í gagnið.

Ísafjörður, Bolungarvík, Patreks­fjörður og Flateyri, þar sem eru kyntar heitaveitur, koma þar á eftir. Heildarorkukostnaður er, líkt og áður, lægstur á Seltjarnarnesi, á Flúðum og í Mosfellsbæ.

Orkustofnun reiknaði út fyrir Byggðastofnun kostnað á ársgrundvelli við raforkunotkun og húshitun fyrir svipaðar fasteignir á nokkrum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli.

Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m² að grunnfleti og 350 m³. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, svo sem ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu og 14.200 kWst með varmadælu.

Bilið minnkar

Lægsta mögulega verð fyrir viðmiðunareignina, með flutnings- og dreifingarkostnaði, fæst hjá Veitum: Í Reykjavík, í Kópavogi og austurhluta Garðabæjar, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og á Akranesi, um 78 þúsund krónur.

Hæsta gjald í skilgreindu þéttbýli er um 92 þúsund krónur hjá Orkubúi Vestfjarða en raforkuverð er nokkuð hærra í skilgreindu dreifbýli, eða 103-104 þúsund krónur fyrir viðmiðunareign.

Árið 2020 var lægsta mögulega verð í dreifbýli 53% hærra en lægsta mögulega verð í þéttbýli, en árið 2021 hafði bilið lækkað niður í 32% vegna aukins dreifbýlisframlags.
Meiri munur í húshitun

Munurinn á húshitunarkostnaði milli svæða er mun meiri en á raforkuverði. Lægsta verð fyrir húshitun með rafmagni hefur lækkað talsvert undanfarin ár, m.a. vegna niðurgreiðslna á dreifi- og flutningskostnaði, og mikil lækkun varð árið 2021 með aukinni samkeppni á raforkusölumarkaði.

Lægsti húshitunarkostnaður fyrir viðmiðunareign er á Flúðum, um 68 þúsund krónur, og þarnæst í Brautarholti á Skeiðum og á Seltjarnarnesi um 75 þúsund.

Á þessum stöðum er lægsti húshitunarkostnaður um þriðjungur af kostnaðinum þar sem hann er hæstur. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...